Þjóðmál - 01.06.2012, Page 30
Þjóðmál SUmAR 2012 29
slíkan aga þarf ekki að skipta um gjaldmiðil
til þess að ná fram stöðugleika, eins og
vikið er að, að ofan . En jafnvel þó svo að
landsmenn tækju upp agaðri vinnubrögð
samhliða upptöku erlends gjaldmiðils yrði
eftir sem áður mun erfiðara að bregðast við
ytri áföllum, en saga liðinnar aldar geymir
fjölda slíkra atvika . Til viðbótar bættist nýr
óstöðugleikaþáttur við íslenskt efnahagslíf,
þegar gengi gjaldmiðilsins, sem yrði fyrir
valinu, hækkaði eða lækkaði verulega á móti
gjaldmiðlum annarra helstu viðskiptalanda
Íslands . Slíkar gengisbreytingar myndu leiða
til meiri samdráttar eða þenslu innanlands .
Íslendingar yrðu því að venjast því að bregðast
við ytri áföllum og innbyrðisbreytingum á
gengi erlendra gjaldmiðla með svokallaðri
innri gengisfellingu . Greinarhöfundur efast
um að landsmenn hafi gert sér fulla grein
fyrir hvað innri gengisfelling gæti haft í för
með sér fyrir íslenskt samfélag .
Við getum horft til evrulandanna til þess
að sjá dæmi um hvernig innri gengisfelling
er framkvæmd og hver áhrifin geta orðið:
Laun lækka, lífeyrisgreiðslur lækka, bætur
lækka, atvinnuleysi eykst, fasteignaverð
lækkar . Í sjálfu sér er þetta hið sama og Ís
lend ingar hafa fengið að reyna síðustu fjögur
árin, ef forskeytinu „raun“ er bætt framan
við flest orðin (þ .e . raunlaun lækka, o .s .frv .) .
Munur inn er hins vegar sá, í samanburði
við gengis fellingu þjóðargjaldmiðils, að
mun meiri raunlækkun lífskjara með innri
gengis fellingu þarf til þess að leiðrétta
viðskipta jöfnuðinn, dreifingin er ekki eins
jöfn yfir samfélagið og það er mun líklegra
að víta hringur samdráttar fari af stað, sem
standi í vegi fyrir hagvexti .
Verst af öllu er atvinnuleysið . Í apríl mæld
ist atvinnuleysi ungs fólks í Grikklandi og á
Spáni 51%, 36% í Portúgal og á Ítalíu og
30% á Írlandi . Líkur eru á að þessar tölur
eigi eftir að versna til muna í náinni framtíð .
Pólitísku áhrifin hafa m .a . orðið aukinn
stuðningur við öfgaflokka í kosningum, svo
sem kommúnista og nasista í Grikklandi .
Óneitanlega minnir margt á síðustu
misserum á efnahagsþróun og pólitíska
þróun í Evrópu snemma á fjórða áratugi 20 .
aldar, þegar menn fengust við efnahagsvanda
uppgjörsins eftir fyrri heimsstyrjöldina og
vandann sem fylgdi gullfætinum með innri
gengisfellingum . Pólitískar afleiðingar urðu
skelfilegasta styrjöld mannkynssögunnar .
Innri gengisfelling evrulandanna hefur
verið framkvæmd án viðskiptahafta, enda
eru frjáls viðskipti með vörur og þjónustu
hornsteinn ESB . Íslensk stjórnvöld beittu
hins vegar viðskiptahöftum til þess að
kalla fram innri gengisfellingu á árunum
1931–1939, þegar gengi krónunnar var
fest við sterlingspundið . Í stað þess að gengi
krónunnar fengi að fljóta og falla á móti gengi
annarra gjaldmiðla var innri gengis felling
framkvæmd með víðtækum innflutnings
höftum og háum tollum á erlendar vörur,
aðrar en þær sem stjórnvöld skilgreindu sem
brýnustu nauðsynjar . Afleið ingin var ekki
aðeins gríðarleg frelsis svipting landsmanna
og mikil spilling, heldur leiddu höftin
til uppbyggingar óhagkvæmra innlendra
fyrirtækja sem aðeins gátu þrifist í skjóli
hafta . Lífskjör landsmanna urðu lakari en
annars hefði orðið, ef gengi krónunnar
hefði tekið mið af viðskiptakjörum . Innri
gengisfellingin var að nýju hert eftir síðari
heimsstyrjöldina . Nokkuð var losað um
inn flutningshöftin á sjötta áratugnum en
það var ekki fyrr en um 1960 að snúið var
af þessari braut .
Mönnum kann að finnast í dag afar
ólíklegt að haftastefna fjórða, fimmta og
sjötta áratugs síðustu aldar verði nokkurn
tíma endurvakin, þar sem allir vita
hversu skaðleg hún var samfélaginu og
öll hagfræðiþekking mælir gegn slíkum
aðgerðum . Það ættu menn ekki að gefa sér .
Þrátt fyrir að menn hafi í áratugi vitað og