Þjóðmál - 01.06.2012, Qupperneq 36
Þjóðmál SUmAR 2012 35
dómslistafélagsins í Dijon árið 1750 . Rit
gerðar efnið var, hvort endurreisn vísinda
og lista hefði leitt af sér bætt siðferði .
Rousseau svaraði neitandi: Með framförum
í vísindum og listum hefði siðferði hnignað,
eins og dæmin sýndu . Spartverjar hefðu
til dæmis verið dygðugri en Aþeningar og
Germanir hinir fornu óspilltari en Róm
verjar . Svipaður boðskapur er í söngleiknum
Sveitaspámanninum, sem Rousseau samdi
sumarið 1752, og í Ritgerð um uppruna
ójafnaðar ári síðar . Þar lýsti Rousseau hinu
náttúrulega ástandi, þar sem veiðimenn
hefðu reikað um óháðir öðrum og verið
allir jafnir, en enginn notað hugtök eins
og yfirráð eða undirgefni . Síðan hefði
borgaralegt skipulag komið til sögu:
Hinn fyrsti, sem fékk þá hugmynd að
girða af jarðarskika og segja: „Þetta er
mín eign“ — og fann menn, sem voru
nógu grunnhyggnir til að trúa honum,
er hinn sanni frumkvöðull þjóðfélagsins .
Hve mörgum glæpum, morðum og
styrjöldum, hvílíkri ógn og eymd hefði
sá maður hlíft mannkyninu við, er rifið
hefði upp staurana eða fyllt upp skurðinn
og hrópað til meðbræðra sinna: „Gætið
ykkar! Hlustið ekki á svikara þennan . Þið
eruð glötuð, ef þið gleymið því, að ávextir
jarðarinnar eru eign okkar allra, en jörðin
sjálf tilheyrir engum manni .“
Rousseau rakti ójöfnuð til einkaeignarréttar
og verkaskiptingar . Hann sendi landa
sínum, rithöfundinum Voltaire, eintak af
ritgerðinni, og svaraði hann um hæl: „Aldrei
hefur slíku andríki verið beitt til að gera
oss að dýrum, sem þér gerið hér . Mig fer
að dauðlanga til að skríða á fjórum fótum,
þegar ég les rit yðar . En þar sem ég lagði
þann vana niður fyrir sextíu árum, finn ég
til allrar óhamingju, að mér er ómögulegt
að taka hann upp aftur .“7
engin orð um svik, ósannindi, brögð, græðgi,
öfund, baktal eða fyrirgefningu . Þeir girntust
ekkert annað en það, sem náttúran veitti þeim
hvort sem er í ríkum mæli . Þeir stunduðu að
vísu mannát, en spurningin væri, hvort það
væri verra en þau níðingsverk, sem daglega
væru framin á Vesturlöndum . Líklegt er,
að enska skáldið William Shakespeare hafi
haft ritgerð Montaignes í huga, þegar hann
skrifaði leikritið Ofviðrið einhvern tímann
um eða eftir 1610 . Þar er ein söguhetjan
villimaðurinn Kalíban, sem er að vísu langt
frá því að vera göfugur, enda var Shakespeare
alls ekki sammála Montaigne .6
Þótt lýsingar Kólumbusar, Montaignes og annarra á lífi frumbyggja í Vestur
heimi væru fráleitar, höfðu þær áreiðanlega
áhrif á franska heimspekinginn JeanJacques
Rousseau, sem fyrst gat sér orð, þegar hann
fékk verðlaun í ritgerðasamkeppni Lær
Heimspekingurinn JeanJacques Rousseau taldi, að
mann kynið hefði með menningunni glatað sakleysi
sínu . Þar studdist hann við goðsögnina um göfuga
villimenn .