Þjóðmál - 01.06.2012, Qupperneq 39
38 Þjóðmál SUmAR 2012
til að afhenda Kayapoættbálknum væna
spildu lands, sem átti að vera griðland frá
skógarhöggi og námugrefti . En indíánarnir
héldu þar aðeins áfram þeirri iðju, sem
þeir höfðu áður stundað, að selja öðrum
réttindi til skógarhöggs og námugraftar .
Rann gróðinn af því í vasa höfðingja þeirra,
en íbúarnir voru eftir sem áður örsnauðir .
Þótt Sting héldi áfram að berjast fyrir
verndun regnskóga, lýsti hann opinberlega
yfir vonbrigðum með Kyapomenn og hitti
forsvarsmenn ættflokksins ekki aftur, fyrr
en hann hélt tónleika í Brasilíu 2009 .19
Einn hinna göfugu villimanna, sem græningjar eru hvað hrifnastir af, hefur
orðið svo frægur á Íslandi, að nafn hans hefur
hljómað í þingsal . Kristín Ástgeirsdóttir,
þingmaður Kvennalistans, bar vorið 1992
saman boðskap Gamla testamentisins um,
að menn ættu að gera sér jörðina undirgefna,
og svofelld orð indíánahöfðingjans Seattles
í ávarpi árið 1854:
Vér gerum oss ljóst, að hinn hvíti maður
skilur ekki lífshætti vora . Ein skák lands
er honum ekki meira virði en hver önnur .
Hann er gestur um nótt sem hrifsar það
af borðum sem hann þarfnast . Jörðin er
ekki systir hans heldur mótstöðumaður
og þegar hann hefur yfirbugað hana flytur
hann sig bara um set . Hann skilur grafir
feðra sinna eftir slyppar og snauðar og
kærir sig kollóttan . Hann rænir jörðinni
frá sínum eigin börnum . Hinn hvíti maður
meðhöndlar svo móður sína, jörðina, og
bróður hennar, himininn, sem hún væri
eitthvað sem má plægja, rupla eða selja
eins og kvikfénað eða glerperlur sem ganga
kaupum og sölum . Lítt seðjandi græðgi
hans blóðmjólkar jörðina og skilur hana
eftir flakandi í sárum blásandi foksanda .
Kristín bætti við: „Þetta var viðhorf
indíánahöfðingjans sem ég held að við
getum mikið af lært .“20 En þetta var ekki
viðhorf indíánahöfðingjans Seattles,
heldur skrifaði Ted nokkur Perry þessi
orð í handriti heimildarmyndar, sem sýnd
var 1972 . Engar heimildir eru til um, að
indíánahöfðinginn hafi nokkru sinni mælt
neitt í þessa veru . Óteljandi græningjar, þar
á meðal Al Gore, fyrrverandi varaforseti
Bandaríkjanna, hafa þó vitnað í þessi orð
Seattles indíánahöfðingja af velþóknun .21
Hin nýja mynd goðsagnarinnar um göfuga villimenn sem græningja
skýtur víða upp kolli . Sveinbjörn Bald
vins son rithöfundur lofaði til dæmis árið
2001 þá menningu, sem frumbyggjar
Vestur heims hefðu búið við . „Eitt af því
sem einkennir gjarnan slíka menningu er
virðing og jafnvel lotning fyrir umhverfinu
og náttúrunni,“ sagði Sveinbjörn . „Þetta
birtist meðal annars í þeirri hugmynd að
núlifendur erfi ekki jörðina og geti því
ekki ráðstafað henni og gæðum hennar að
vild og geðþótta líkt og hverri annarri eign
sinni .“22 Rannsóknir sýna allt annað . Þegar
Kólumbus kom til Vesturheims, bjuggu
þar um 54 milljónir manna, að því er talið
er, ekki aðeins í Mexíkó og Andesfjöllum,
heldur einnig á harðbýlli slóðum eins og í
regnskógunum í kringum Amasónfljót og
á mýrum og eyðimerkum NorðurAmeríku .
En frumbyggjar höfðu lítinn viðnámsþrótt
gegn sjúkdómum úr Norðurálfu, berklum,
lungnabólgu, mýraköldu, taugaveiki og
bólusótt, og talið er, að tímabilið 1492 til
1650 hafi um 90% þeirra fallið af þessum
sökum . Þrátt fyrir talsverða aðflutninga úr
Evrópu og Afríku var fólksfjöldi í Vestur
heimi um miðja átjándu öld innan við
þriðjungur þess, sem hann hafði verið fyrir
komu Kólumbusar . Þetta olli því, að stór
svæði féllu í órækt og skógar uxu upp á ný,
þar sem þeir höfðu áður verið brenndir eða