Þjóðmál - 01.06.2012, Qupperneq 47

Þjóðmál - 01.06.2012, Qupperneq 47
46 Þjóðmál SUmAR 2012 til þátttöku . Þetta er að mínu viti nokkuð langsótt skýring en á hana mætti láta reyna frekar í næsta útboði í júní með því að senda skýr skilaboð um vilja Seðlabankans til að losa út hærri fjárhæðir en í fyrri útboðum . Við túlkun á niðurstöðum útboða Seðla­ bankans verður ekki fram hjá því litið að þau eru eingöngu opin aflandskrónum sem hafa verið í samfelldu eignarhaldi frá 28 . nóvember 2008, eins og áður er getið . Þeir sem hafa keypt krónur á aflandsmarkaði frá þessum tíma hafa því verið útilokaðir frá þátttöku í útboðunum .12 Þeir eru hins vegar eðli málsins samkvæmt líklegri til að vera tiltölulega þolinmóðir enda keyptu þeir aflandskrónur þótt þeir vissu af þeim tak mörkunum sem þeirri eign fylgja . Þá hafa útboðin ekki verið opin innlendum krónu eigendum . Því liggja ekki fyrir neinar upp lýsingar sem byggjandi er á um óþreyju þessara aðila . Það er bagalegt að útboðin veiti svo takmarkaðar upplýsingar . Úr þessu má þó bæta með tiltölulega einföldum ráðum við útfærslu næstu skrefa við afnám hafta . En þær upplýsingar sem fyrir liggja eru um það bil eins afdráttarlaus vísbending og útboðin geta veitt um mikla þolinmæði aflands­ krónueigenda (eða vilja til að vera áfram með eignir sínar í íslenskum krónum) og sæmilegan árangur við að losa út óþolin­ móðasta fjármagnið . Kaup Seðlabankans á evrum fyrir krónur — hvernig ber að túlka niðurstöður útboða? Kaup Seðlabankans á evrum í út boð­um frá því í júní 2011 nema svip­ aðri fjárhæð og losuð hefur verið út í þeim útboðum sem beint hefur verið að aflands­ 12 Að líkum lætur stafar þetta af ótta um sniðgöngu gjald­ eyrishaftanna ef opnað væri fyrir þátttöku allra aflands­ krónueigenda . krónueigendum . Seðlabankinn hefur krafist þess að þær krónur sem fjárfestar hafa fengið í skiptum fyrir evrurnar séu bundnar í við komandi fjárfestingu í 5 ár . Þetta eru afar óvenjulegir gjörningar og lítt vænir til markaðss etningar til flestra fjárfesta . Bind ingin gerir það að verkum að ógerlegt er að selja þá nema á gengi sem er mun hagstæðara þeim sem láta evrur af hendi en opinbert gengi hennar gagnvart krónu . Ef litið er til niðurstöðu útboða í tengslum við fjárfestingarleiðina og tekið tillit þess að helmingur fjárfestingar verður að koma inn í landið á opinberu gengi Seðlabank­ ans, þá hafa fjárfestar fengið evruna metna á 17–20% yfir opinberu gengi gagnvart krónu . Erfitt er að túlka með einhlítum hætti niðurstöðu þessara útboða . Þau hafa gengið síst verr en vænta mátti með tilliti til þeirra sérstöku fjármálaafurða sem verið er að bjóða . Fæstir fjárfestar hafa smekk fyrir svona afurðum, jafnvel þótt þeir kynnu að hafa áhuga á fjárfestingu í viðkomandi landi, og tæplega er þess að vænta að hægt sé að binda mjög miklar fjárhæðir með þessum hætti . Bú föllnu fjármálafyrirtækjanna K röfur erlendra aðila á innlenda aðila umfram kröfur innlendra aðila á erlenda aðila í tengslum við uppgjör búa föllnu fjármálafyrirtækjanna nema um 620 milljörðum króna samkvæmt mati sem birt er í nýjasta hefti Peningamála Seðlabanka Íslands . Enn ríkir eðlilega nokkur óvissa um hver fjárhæðin á endanum verður enda er mat á eignum búanna háð stöðugu endurmati . Framangreind fjárhæð hækkar (lækkar) ef innlendar eignir bankanna munu reynast verðmætari (verðminni) en nú er reiknað með . Að sama skapi lækkar (hækkar) hún ef erlendar eignir munu reynast verðmætari (verðminni) en núverandi mat segir til um .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.