Þjóðmál - 01.06.2012, Side 58

Þjóðmál - 01.06.2012, Side 58
 Þjóðmál SUmAR 2012 57 Frosti Sigurjónsson Betri króna til framtíðar Peningavaldinu komið í skjól „Sem betur fer veit almenningur ekki hvernig bankakerfið virkar í raun og veru, því ef fólkið vissi það, þá yrði bylting strax í dag .“ – Henry Ford Rýrnun gjaldmiðla er þekkt vandamál Kaupmáttur Bandaríkjadollars hefur rýrnað um 90% á aðeins hundrað árum og Kanadadollar hefur rýrnað enn meir . Undanfarin 50 ár hefur verðbólga í ensku pundi samtals numið 2554% en margir gjaldmiðlar hafa rýrnað hraðar og íslenska krónan er í þeirra hópi . Rýrnun gjaldmiðla er þekkt vandamál og orsökin felst jafnan í of hröðum vexti peningamagns . Lausn vandans hefur legið fyrir í meira en 80 ár en stjórnmálamenn hafa ekki enn komið nauðsynlegum endur­ bótum í framkvæmd . Peningavaldið í höndum sérhagsmuna Ofvöxtur peningamagnsins er í flest ­um tilfellum afleiðing af því að peningavaldið (valdið til að búa til pen­ inga) hefur aldrei verið í skjóli fyrir sér hags­ munum . Á meðan bankarnir voru ríkisbankar gátu ríkisstjórnir komist í peningavaldið . Pen­ inga magn var þá aukið til að fjármagna hallarekstur ríkisins, eða til að auka hagnað útflutningsgreina, eða til að auka vinsældir í aðdraganda kosninga . Með einkavæðingu bankanna færðist pen­ ingavaldið hins vegar frá stjórn mála mönn­ um og til eigenda bankanna . Eigendur bank anna gátu þá beitt því í þágu sinna hagsmuna, aukið peningamagn og jafnvel beint því til útvalinna aðila . Í ljósi þess hve peningavaldið hefur ítrekað verið misnotað í þágu sérhagsmuna, almenn ingi til stórfellds tjóns, er óheppilegt að stjórn arskrár skuli almennt ekki setja því bönd . Stjórnlagaráði bárust umsagnir þar sem bent var á mikilvægi þess að ný

x

Þjóðmál

Undirtittul:
tímarit um stjórnmál og menningu
Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-6129
Mál:
Árgangir:
16
Útgávur:
61
Registered Articles:
885
Útgivið:
2005-í løtuni
Tøk inntil:
2020
Útgávustøð:
Keyword:
Lýsing:
Tímaritið Þjóðmál hóf göngu sína haustið 2005, og var ritstjóri þess Jakob F. Ásgeirsson, rithöfundur og stjórnmálafræðingur. Hann sagði í aðfararorðum í fyrsta heftinu: ?Tímaritinu Þjóðmálum er ætlað að verða vettvangur fyrir frjálshuga fólk sem er orðið þreytt á yfirborðslegri og einhliða fjölmiðlun um stjórnmál og menningu. Ritstjórnarstefnu Þjóðmála er að öðru leyti best lýst með orðunum: frelsi og hæfilegt íhald.?

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar: 2. hefti (01.06.2012)
https://timarit.is/issue/389556

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

2. hefti (01.06.2012)

Handlinger: