Þjóðmál - 01.06.2012, Qupperneq 61

Þjóðmál - 01.06.2012, Qupperneq 61
60 Þjóðmál SUmAR 2012 Seðlabankinn hefur vissulega ýmis tæki sem eiga að draga úr eða auka vilja banka til að lána út, en þau tæki hafa reynst haldlítil og stundum jafnvel virkað öfugt við það sem ætlað var . Myntsláttuhagnaður bankanna er tugir milljarða árlega Með myntsláttuhagnaði er jafnan átt við þann hagnað sem Seðlabankinn (ríkissjóður) fær af útgáfu nýrra seðla og myntar . Kostn­ aður Seðlabankans af framleiðslu seðla og myntar er aðeins brot af söluverð mæt inu . Seðlar og mynt í umferð eru alls 40 mia sem gefur nokkra hugmynd um mynt sláttu­ hagnað Seðlabankans frá upphafi . Myntsláttuhagnaður bankanna er öllu meiri en Seðlabankans . Hann verður til sem vaxtamunur af rafkrónum sem bankarnir hafa sett í umferð sem útlán . Óbundnar innstæður eru nú um 1 .000 mia króna og þær bera litla sem enga vexti . Á móti þeim eiga bankarnir útlán og fá vart minna en 5% vexti af þeim . Fimm prósent vaxtamunur af 1 .000 mia króna þýðir 50 mia króna í tekjur árlega . Á móti dregst beinn kostnaður bankanna af greiðslumiðlun . Gefum okkur að kostnaðurinn sé um 10 mia króna sem er líklega ríflega áætlað þar sem heildartekjur Reiknistofu bankanna eru vel undir 4 mia króna . Miðað við þessar forsendur hagnast bankarnir árlega um 40 mia kr . af því að búa til rafkrónur . Það hlýtur að vera brýnasta verkefni stjórnvalda að binda enda á að bankar geti hesthúsað tugi milljarða árlega í mynt­ sláttuhagnað á kostnað landsmanna . Til að varpa ljósi á hvílíkt glapræði það er fyrir þjóðir að hafa gjaldmiðil sinn að láni frá bönkum, er hér örstutt dæmisaga (sjá næstu bls .) . Ævintýrið um glerkúlurnar vekur þá áleitnu spurningu, hvort það hafi verið skynsamlegt að leyfa klóka manninum að lána allar kúlurnar í umferð og hirða svo vexti af þeim . Kúlurnar hefðu án efa dugað jafn vel í viðskiptum þótt þær hefðu verið settar í umferð án skuldsetningar . Svona kjána­ kóng ar eru vonandi bara til í ævintýrum, eða hvað? Eigendur bankanna hirða hagnaðinn en tapið er ríkisvætt Án gjaldmiðils og starfshæfs greiðslu miðl­ unar kerfis myndi fljótt skapast neyðar­ ástand í landinu . Fólk gæti ekki átt við­ skipti um helstu nauðsynjar . Við nú ver andi fyrirkomulag framleiða einka bankar 96% þess gjaldmiðils sem notaður er í viðskipt­ um og þeir eiga þau kerfi sem nauð synleg eru til að nota rafkrónurnar í við skipt um . Lendi bankar í vandræðum mun ríkið alltaf neyðast til að koma þeim til bjargar til að fyrirbyggja neyðarástand . Tapið af slíkum björgunaraðgerðum lendir á skattgreiðendum . Á meðan bankar fá að gefa út gjaldmiðil þjóðarinnar verður þeim alltaf bjargað, hversu illa sem þeir standa sig . „Afnema þarf vald bankanna til að búa til peninga og færa það réttmætum handhafa þess, þjóðinni sjálfri .“ – Thomas Jefferson (1743–1826) Endurbætur á fjármálakerfinu Sú útfærsla sem hér verður rakin byggir meðal annars á tillögum og frum varps­ drögum Positive Money í Bret landi og bók þeirra Hubers og Robertssons, Creating New Money . Sett yrði í lög að bankar mættu ekki búa til nýjar rafkrónur . Það þýðir að bankar gætu aðeins lánað út sitt eigið fé og bundin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.