Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 62
Þjóðmál SUmAR 2012 61
innlán sem þeir afla . Greinarmunur yrði
gerður á innstæðureikningum sem væru
lausir (rafkrónur) og innlánsreikningum
sem yrðu bundnir til einhvers tíma .
Krónur, sem geymdar væru á óbundnum
innstæðureikningum, myndu ekki bera
vexti . Bönkum væri skylt að flytja þær
krónur viðstöðulaust á geymslureikning
í Seðla banka . Bankar gætu því ekki lánað
út þær rafkrónur sem væru á óbundnum
reikn ing um .
Peningar, sem lagðir væru inn á bundna
innlánsreikninga, myndu hins vegar bera
vexti . Bankar myndu væntanlega bjóða
hækk andi vexti eftir lengd binditíma .
Innlánsreikningar gætu verið bundnir til
umsamins dags eða uppsegjanlegir með til
tekn um fyrirvara . Innlán á bundnum reikn
ingum gætu bankar lánað út .
Peningastefnunefnd, skipuð óháðum sér
fræðingum, myndi reglulega leggja mat á
hvort nauðsynlegt væri að auka peninga
magn í umferð til að mæta þjóðhags leg um
mark miðum . Peningastefnunefnd starf aði
sam kvæmt lögum en myndi ekki lúta fram
kvæmda valdinu .
Þegar peningastefnunefnd tæki ákvörðun
um að auka þyrfti peningamagn, væri
nýjum rafkrónum einfaldlega bætt inn
á innstæðureikning ríkissjóðs . Viðbótin
væri ekki lán til ríkisins, heldur nýir
peningar sem ríkið gæti notað til að mæta
ríkisútgjöldum, til greiðslu ríkisskulda eða
lækkunar á sköttum í samræmi við fjárlög .
Stjórnvöld á hverjum tíma gætu haft sínar
áherslur í þeim efnum .
Aðlögun frá núverandi ástandi gæti
farið fram með ýmsum hætti . Hér er
Ævintýrið um glerkúlurnar
Fyrir langa löngu og langt í burtu var þjóð sem þekkti ekki gjaldmiðla . Landsmenn neyddust því til að stunda vöruskipti og það var
auðvitað mjög lýjandi . Fólkið greiddi kóngi sínum skatt með því sem
það gat framleitt: brauði, smíðagripum, ull, geitum og svo framvegis .
Svo bar við að mjög klókur maður kom til konungs og kvaðst hafa
verulega góð tíðindi . Brátt gæti kóngurinn og þegnar hans keypt hvað
sem þeir vildu fyrir handhægar glerkúlur . Skilyrðin væru aðeins tvö . Í
fyrsta lagi að kóngur setti í lög að allir skyldu greiða skatta sína með
glerkúlum . Í öðru lagi að klóki maðurinn fengi það verkefni að lána
landsmönnum glerkúlurnar .
Kóngurinn klappaði saman lófunum yfir sig hrifinn og lögin voru
sett . Allt var gert eins og klóki maðurinn hafði lagt fyrir og viti menn,
allir gátu verslað fyrir glerkúlur og vöruskipti voru úr sögunni .
Sannarlega góður endir, en einkum þó fyrir klóka manninn . Hann
innheimti vexti af öllum glerkúlum í landinu og það liðu ekki mörg ár
áður en hann var orðinn ríkari en sjálfur kóngurinn .
– Úti er ævintýri . –