Þjóðmál - 01.06.2012, Page 68

Þjóðmál - 01.06.2012, Page 68
 Þjóðmál SUmAR 2012 67 R óbinson Krúsó þurfti ekki að leiða hugann að stjórnspeki á meðan hann dvaldist einn á eyðieyju . Ýmis viska og kunnátta er mikilvæg til að lifa og þrífast einn í náttúrunni, en þekking á því skipulagi sem gerir samlíf fólks mögulegt, farsælt og hamingjuríkt er eðlilega undanskilin í þess konar umhverfi . Ekki fyrr en Frjádagur steig fæti á eyjuna skipti slík þekking máli: hagsmunaárekstrar gátu orðið þegar tvær manneskjur deildu landrými eyj unn­ ar og auðlindum hennar . Því fleiri sem hefðu sest að á eyjunni, því flóknari hefðu úrlausnarefnin orðið — og skýrar samfélags­ reglur verða sérstaklega brýnar þegar gæði náttúrunnar eru af skornum skammti, eins og jafnan er raunin . A llir stjórnspekingar leita lausna á vanda málum sem óhjákvæmilega fylgja mann legu samlífi . Frjálshyggjan — sem hér er notað sem samheiti róttæks kapítal isma í sam ræmi við almenna mál venju — er teg­ und af stjórnspeki sem grund vallast fyrst og fremst á séreignarrétti. Stjórn spekingar frjáls hyggjunnar telja eign ar réttar skipulag vera bestu lausnina á sam félags vand anum og þeir rökstyðja þá niður stöðu ýmist með vísan til hag kvæmni, rét t lætis eða fars­ ældar . Frið helgi eignar réttar, samnings frelsi og mann helgi eru mikilv ægustu grunn­ reglurnar að mati frjáls hyggju manna — reglur sem eru ekki aðeins skyn sam legar út frá hagrænu sjónar horni, heldur eru einnig horn steinar ofbeldis lausr ar samfélagsgerðar, það er að segja sam félags þar sem öll samskipti byggjast á frjálsu samn ingssam­ bandi, þar sem einhliða vald beitingu og þvingunum er úthýst . Þeir frjálshyggjumenn sem eru ein ­dregnastir í afstöðu sinni og samkvæm­ astir sjálfum sér telja að bókstaflega allt land eigi að vera í einkaeigu, þar á meðal vegir, og að jafnvel dómstólar, löggæsla og land­ varnir eigi að helgast af frjálsum samningum eins og önnur mikilvæg samfélagsþjón usta . Stjórn skipanin, sem hér er lýst, gengur und­ Ásgeir Jóhannesson Innflytjendastefna frjálshyggjunnar Eiga landamæri að vera opin?

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.