Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 72
Þjóðmál SUmAR 2012 71
The God That Failed (2001), er helg aður
við fangsefninu . Kaflinn heitir „On Free
Immigration and Forced Integration“ eða
„Um frjálsan innflutning fólks og þving
aða aðlögun“ . Segja má að skrif hans hafi
markað tímamót í umræðum frjáls hyggju
manna um innflytjendamál .
Það væri efni í aðra grein að gera sjónar miðum Hans Hoppe góð skil, en
í stuttu máli telur hann að ríkið verði
að fara skynsamlega með það vald sem
landeigendur ættu með réttu einir að
hafa . Frjáls innflytjendastefna er rangnefni
að hans mati; nákvæmara hugtak væri
þvinguð aðlögun . Ríkið tekur ekki aðeins
að sér að gæta landamæra, heldur er sjálft
eigandi víðfeðms lands í formi vega og
almenningssvæða . Það takmarkar einnig
eðlilegar valdheimildir landeigenda með
ýmsum hætti . Þegar þessi og fleiri atriði sem
nefnd hafa verið hér á undan eru metin í
heild sinni hnígur allt að sömu átt, það er að
segja að opin landamæri jafngildi þvingaðri
aðlögun . Hoppe undirstrikar að mikilvægur
greinarmunur sé á frjálsum við skiptum og
frjálsum fólksflutningum, því að viðskipti
byggjast á samningi þar sem ávallt er
viðtakandi sem vill taka við vörunni, öfugt
við það ástand þegar fólk flyst á milli landa .
Umbeðnar vörur eru alltaf velkomnar en
fólk, sem sækist eftir að setjast að á nýjum
stað, er ekki endilega velkomið . Í þeim
tilvikum þegar þeir sem flytjast búferlum
eru á ábyrgð einhverra ríkisborgara í því ríki
sem flust er til, er að mati Hoppes rétt að
heimila búferlaflutninga .
A ð því sögðu er þó mikilvægt að taka fram að lokuð landamæri brjóta á
rétti landeigenda með sama hætti og opin
landamæri . Markmið þessarar greinar er ekki
að mæla gegn frjálslyndri innflytjendastefnu,
heldur gegn opnum landamærum undir
núverandi stjórnskipan . Ríkinu ber að fara
skynsamlega með það vald sem það hefur
því miður tekið sér og það ætti til að mynda
að bregðast við ef eitthvað verulega óeðlilegt
er á seiði í innflytjendamálum .
Nú kunna einhverjir að hugsa að lýðræðislegur vilji borgaranna eigi að
ráða för . Slík lausn er ekki til fyrirmyndar
að mati róttækra kapítalista eins og
Hoppes, sem gagnrýna meirihlutaræði með
málefna legum og sannfærandi hætti . En sú
spurning er vissulega áleitin af hverju fólk
hefur ekki fengið að kjósa um jafn mikil
vægt mál og innflytjendastefnu . Þegar ég
bjó í St . Andrews í Skotlandi sótti ég eitt
sinn málfund þar sem þingmaður breska
Verka mannaflokksins fékk einmitt þessa
spurningu úr sal . Umræðan hafði snúist um
inn flytjendastraum milljóna Pakistana til
Bretlands sem hefur gerbreytt samsetningu
bresks þjóðfélags til frambúðar . Örvænt
ingar full tilraun þingmanna Íhalds flokks ins
til að bera þjóðflutningana undir breska kjós
endur náði ekki fram að ganga, enda mætti
hún harðri andstöðu Verka manna flokks ins .
Svar þingmannsins er eitt það heiðar legasta
sem ég hef heyrt frá stjórn mála manni: „Við
komum í veg fyrir atkvæða greiðsluna af því
að við vissum að svar kjósenda yrði nei .“ Svo
mörg voru þau orð .
Stefna Rothbards og Hoppes í innflytjendamálum hefur notið vaxandi
fylg is meðal frjálshyggjumanna . Margir hjá
Ludwig von Misesstofnuninni aðhyll ast
stefnu þeirra í málaflokknum og Libertar
ian Alliance í Bretlandi hefur gert hana að
baráttu máli sínu . Meðal annarra skoðana
bræðra þeirra eru þekktustu og vinsælustu
frjáls hyggju menn samtímans, feðgarnir
Ron og Rand Paul . Málaflokkurinn ætti því
ekki að vera ásetningarsteinn í samvinnu á
hægri væng stjórnmálanna .