Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 72

Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 72
 Þjóðmál SUmAR 2012 71 The God That Failed (2001), er helg aður við fangsefninu . Kaflinn heitir „On Free Immigration and Forced Integration“ eða „Um frjálsan innflutning fólks og þving­ aða aðlögun“ . Segja má að skrif hans hafi markað tímamót í umræðum frjáls hyggju­ manna um innflytjendamál . Það væri efni í aðra grein að gera sjón­ar miðum Hans Hoppe góð skil, en í stuttu máli telur hann að ríkið verði að fara skynsamlega með það vald sem landeigendur ættu með réttu einir að hafa . Frjáls innflytjendastefna er rangnefni að hans mati; nákvæmara hugtak væri þvinguð aðlögun . Ríkið tekur ekki aðeins að sér að gæta landamæra, heldur er sjálft eigandi víðfeðms lands í formi vega og almenningssvæða . Það takmarkar einnig eðlilegar valdheimildir landeigenda með ýmsum hætti . Þegar þessi og fleiri atriði sem nefnd hafa verið hér á undan eru metin í heild sinni hnígur allt að sömu átt, það er að segja að opin landamæri jafngildi þvingaðri aðlögun . Hoppe undirstrikar að mikilvægur greinarmunur sé á frjálsum við skiptum og frjálsum fólksflutningum, því að viðskipti byggjast á samningi þar sem ávallt er viðtakandi sem vill taka við vörunni, öfugt við það ástand þegar fólk flyst á milli landa . Umbeðnar vörur eru alltaf velkomnar en fólk, sem sækist eftir að setjast að á nýjum stað, er ekki endilega velkomið . Í þeim tilvikum þegar þeir sem flytjast búferlum eru á ábyrgð einhverra ríkisborgara í því ríki sem flust er til, er að mati Hoppes rétt að heimila búferlaflutninga . A ð því sögðu er þó mikilvægt að taka fram að lokuð landamæri brjóta á rétti landeigenda með sama hætti og opin landamæri . Markmið þessarar greinar er ekki að mæla gegn frjálslyndri innflytjendastefnu, heldur gegn opnum landamærum undir núverandi stjórnskipan . Ríkinu ber að fara skynsamlega með það vald sem það hefur því miður tekið sér og það ætti til að mynda að bregðast við ef eitthvað verulega óeðlilegt er á seiði í innflytjendamálum . Nú kunna einhverjir að hugsa að lýð­ræðislegur vilji borgaranna eigi að ráða för . Slík lausn er ekki til fyrirmyndar að mati róttækra kapítalista eins og Hoppes, sem gagnrýna meirihlutaræði með málefna legum og sannfærandi hætti . En sú spurning er vissulega áleitin af hverju fólk hefur ekki fengið að kjósa um jafn mikil­ vægt mál og innflytjendastefnu . Þegar ég bjó í St . Andrews í Skotlandi sótti ég eitt sinn málfund þar sem þingmaður breska Verka mannaflokksins fékk einmitt þessa spurningu úr sal . Umræðan hafði snúist um inn flytjendastraum milljóna Pakistana til Bretlands sem hefur gerbreytt samsetningu bresks þjóðfélags til frambúðar . Örvænt­ ingar full tilraun þingmanna Íhalds flokks ins til að bera þjóðflutningana undir breska kjós­ endur náði ekki fram að ganga, enda mætti hún harðri andstöðu Verka manna flokks ins . Svar þingmannsins er eitt það heiðar legasta sem ég hef heyrt frá stjórn mála manni: „Við komum í veg fyrir atkvæða greiðsluna af því að við vissum að svar kjósenda yrði nei .“ Svo mörg voru þau orð . Stefna Rothbards og Hoppes í inn­flytjendamálum hefur notið vaxandi fylg is meðal frjálshyggjumanna . Margir hjá Ludwig von Mises­stofnuninni aðhyll ast stefnu þeirra í málaflokknum og Libertar­ ian Alliance í Bretlandi hefur gert hana að baráttu máli sínu . Meðal annarra skoðana­ bræðra þeirra eru þekktustu og vinsælustu frjáls hyggju menn samtímans, feðgarnir Ron og Rand Paul . Málaflokkurinn ætti því ekki að vera ásetningarsteinn í samvinnu á hægri væng stjórnmálanna .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.