Þjóðmál - 01.06.2012, Page 84

Þjóðmál - 01.06.2012, Page 84
 Þjóðmál SUmAR 2012 83 Í jólahefti Þjóðmála 2011 (4 . hefti 2011), birtist út tekt undir yfirskriftinni: Gríms­ staðir á Fjöllum í hnattrænni tog streitu . Þar er sagt frá um­ ræðum innan lands og utan um áhuga Huangs Nubos, auðmanns frá Kína, á að eignast Grímsstaði á Fjöllum . Hér verður sögunni fram haldið og skýrt frá annarri tilraun Huangs Nubos til að sölsa Gríms­ staði á Fjöllum undir sig . Að þessu sinni er ekki um hnattræna togstreitu að ræða heldur tilraun til að beita sveitarstjórnar­ mönn um á norðausturhorni Íslands fyrir vagn Huangs Nubos . Ögmundur Jónasson innanríkisráð­herra hafnaði hinn 25 . nóvember 2011 umsókn Huangs, frá 31 . ágúst sama ár, um undan þágu frá lögum svo að hann gæti eignast hluta Grímsstaða . Í kjölfarið tók Huang að flytja óhróður um Íslendinga og íslensk stjórn völd í Kína . Hann taldi sig beittan misrétti vegna þjóðernis síns og ranghugmynda um áform sín . Túlkaði hann meira að segja ákvörð un Ögmundar á þann veg að hann ýtti undir vænisýki Kínverja gagn vart Vestur löndum og um heim­ inum almennt . Katrín Júlíusdóttir iðnaðar­ ráðherra sagði 3 . desember 2011: Við höfum haft samband við hann [Huang Nubo] í samstarfi við fjárfestingarstofu . Það sem fram undan er er að við munum ræða saman á næstunni um það með hvaða hætti hann getur komið hingað til lands með fjárfestingar í ferðaþjónustu . Þekkingin er hjá okkur og við viljum gjarnan leiðbeina honum í gegnum íslenskt lagaumhverfi með hvaða hætti hann getur fjárfest hér á landi . Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sætti sig ekki við þessi ummæli samráðherra síns og sagði 4 . desember 2011: Ég á svolítið erfitt með að átta mig á því hvað verið er að tala um þegar sagt er að leiðbeina eigi í gegnum íslenskt lagaumhverfi . Að sjálf­ sögðu þarf að fara að íslenskum lögum og anda laganna . Ögmundur lýsti undrun á ummælum Grímsstaðir á Fjöllum II: Sveitarstjórnarmenn reyna sig í samningum við kínverskan auðjöfur ÞJÓÐMÁL • ÚTTEKT •

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.