Þjóðmál - 01.06.2012, Side 85

Þjóðmál - 01.06.2012, Side 85
84 Þjóðmál SUmAR 2012 Katrínar og benti á að ætlaði Huang Nubo sér að leigja Grímsstaði á Fjöllum giltu um það skýr lög . Leigusamningurinn mætti ekki vera til lengri tíma en þriggja ára eða hann væri uppsegjanlegur með minna en árs fyrirvara . Að öðrum kosti þyrfti undanþágu frá innanríkisráðuneytinu . Þessi viðvörunarorð Ögmundar Jónas­ sonar voru að engu höfð að áskorun iðn­ aðar ráðherra . Viðskiptablaðið sagði frá því 6 . mars 2012 að Bergur Elías Ágústsson, sveit­ ar stjóri Norðurþings, hefði fyrir skömmu verið í Kína þar sem hann fundaði með Huang Nubo . Sagði blaðið að eftir að Ögmundur Jónasson synjaði umsókn Huangs um landakaupin hefði verið efnt til viðræðna milli sveitarstjórnar Norðurþings og Huangs, m .a . um að sveitarfélagið keypti 75% hlut jarðarinnar með láni frá Huang og leigði honum hana . Samningur um kaup á þessum hluta jarðarinnar hljóðaði upp á um 800 milljónir króna . Ef af yrði mundi fjárfesting Huangs Nubos nema nokkrum milljörðum króna hér á landi . „Við ætlum að fara yfir þá möguleika sem eru í stöðunni og ætlum að leggja fram ákveðna sviðsmynd fyrir alla þá sem málið varðar . Við stefnum að því að ná fram niður stöðu um þetta í mánuðinum,“ sagði Bergur Elías Ágústsson í byrjun mars 2012 . Hann ætlaði síðar í mars að funda með full­ trúum atvinnuþróunarfélaga í Eyjafirði og Þing eyjarsýslu og fleirum um þær leiðir sem hann vonaði að opnuðu íslenskar dyr fyrir Huang Nubo og umsvifamikilli uppbygg­ ingu hans á Grímsstöðum á Fjöllum . „Við þurfum að fá svigrúm til að fá að vinna þetta vel og faglega . Við munum sannar lega gera það, ef menn þurfa á ein­ hverju að halda þá er það fjárfesting í náttúru­ og menn ingar tengdri ferðaþjónustu,“ sagði Bergur Elías við Viðskiptablaðið . Samið var við Atvinnuþróunarfélag Eyja­ fjarðar (AFE) og Atvinnuþróunar félag Þing­ eyinga um að vinna að athugun máls ins . Í lok mars lá fyrir skýrsla frá félögunum um uppbyggingu, fjárhagslíkan og fram kvæmd fjárfestinga Huangs Nubos á Gríms stöðum á Fjöllum og var hún send til sveitar stjórna á Norður­ og Austurlandi . Á vefsíðu AFE var efni skýrslunnar lýst á þennan hátt: Markmið Zhongkun Investments [félags Huangs Nubos] á Grímsstöðum á Fjöllum er að byggja þar allt að 100 herbergja hótel auk ígildi 100 herbergja fjölskylduhúsa, samtals áætlað byggingarmagn um 20 .000 m2 . Fyrirhuguð uppbygging mun snúa að ferðaþjónustu og afþreyingu þ .m .t . hesta­ mennsku, golfi, laugum og annarri útivist . Einnig er gert ráð fyrir fjárfestingu í styrk­ ingu flugbrautarinnar sem er á jörðinni til útsýnisflugs auk bifreiða og annarra farar­ tækja . Fyrirtækið mun kappkosta náið og gott samstarf við aðra landeigendur jarðarinnar Grímsstaða þ .m .t . íslenska ríkið sem er 25% eigandi, sveitarfélagið og opinberar stofnanir sem málið getur varðað s .s . Skipulagsstofnun, Landgræðsluna, Umhverfisstofnun, Ferða­ mála stofu og Vegagerðina samanber drög að sam starfssamningi fyrirtækisins við íslenska ríkið, Memorandum of Understanding og samstarfssamning við sveitarfélagið Norður­ þing . Heildarfjárfesting fyrirtækisins á Gríms­ stöðum á næstu árum er áætluð um 100 milljónir evra eða 16 milljarðar íslenskra króna . Reiknað er með að veitt verði 400 frambúðarstörf, en að sú tala geti numið allt að 600 á framkvæmdatímanum . Fyrirtækið hyggst markaðssetja hótelið sem áfangastað erlendra ferðamanna með áherslu á útivist, náttúruskoðun, ráðstefnur og menningu . Gert er ráð fyrir að hér sé að verulegu leyti um nýjan markhóp í íslenskri ferðaþjónustu að ræða, sem er líklegur til að verða til þess að samgöngur til Norður­ og

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.