Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 90

Þjóðmál - 01.06.2012, Blaðsíða 90
 Þjóðmál SUmAR 2012 89 landsvæði eða 72,19% af 31 . 000 ha landi Grímsstaða á Fjöllum . Þau stefna að því að leigja 300 ha eða 1,4% landsins til 99 ára undir mannvirkjagerð . Leigutaki greiði fyrirfram heildarfjárhæð leigu fyrir allan tímann, 857 .218 .000 ISK . Leigugjald verði óafturkræft standi leigusali við samn ings­ ákvæði . Gert er ráð fyrir að 98,6% verði fólk­ vang ur, sbr . lög 44/1999 . Sveitarfélögin skuld binda sig til að heimila ekki frekari mannvirkjagerð á svæðinu en á 300 ha svæðinu . Þar verði veitt heimild til að reisa 200 herbergja hótel auk þess sem leigutaki hafi rétt til umráða og hagnýtingar á auðlindum og landgæðum til eigin nota en ekki til endursölu . Þá verði heimiluð afnot af flugvelli sem er á svæðinu og frekari uppbygging hans . Þarna verði áfangastaður með áherslu á útivist, náttúruskoðun, ráð­ stefnur og menningu . Leigutaka verði skylt að græða upp og hlú að sjálfbæru lífríki svæðisins án þess að hrófla við eða grípa inn í náttúrulega þróun þess . Talið er að af þessu leiði 400 heilsársstörf, en 700 störf á framkvæmdatíma . Leigutaki muni leggja sig fram um að ráða til starfa fólk af „upptökusvæði“ fjárfestingarinnar . Þessi fjárfesting muni skapa nýjan við­ skiptamannahóp í íslenskri ferðaþjónustu og leiða þar með til aukinna heildarumsvifa greinarinnar . Allir starfsmenn muni vinna samkvæmt íslenskum lögum, innan stéttarfélaga og samkvæmt töxtum . Leitast verði við að fá „passandi“ vinnuafl af svæðinu . Eignarhald verði alfarið í íslenskum höndum . Allar framkvæmdir verði að standast skipulagsreglur og umhverfismat . Ekki verði traðkað á þeirri ferðaþjón ustu sem nú er veitt heldur komi nýr mark hópur til sögunnar sem annars færi til annarra landa en Íslands . Í lok máls síns sagði Þorvaldur Lúðvík að samningum við Huang Nubo væri ólokið og yrði að ganga til viðræðna við hann á ofangreindum forsendum en jafnframt þyrfti að vinna að skipulagi og umhverfis­ mati . Hugmyndir um 300 ha lands til ráð­stöfunar sérstaklega fyrir Huang Nubo og rúmlega 30 .000 hektara fólkvang eru allt aðrar en þær sem um var rætt árið 2011 þegar hann vildi kaupa 300 ferkílómetra lands eða allt þetta svæði til ráðstöfunar fyrir sig . Fleirum en eindregnum andstæðingum fjárfestinga Huangs á Íslandi þótti hann hafa verið of stórtækur og spillt fyrir sér . Hjörleifur Sveinbjörnsson, yfirþýðandi hjá utanríkisráðuneytinu, er skólabróðir Huangs Nubos . Hann kynnti Ísland fyrir Huang og hefur komið að stjórn sjóðs sem Huang stofnaði til að stuðla að samstarfi Íslendinga og Kínverja í þágu ljóðlistar . Haft var eftir Hjörleifi á visir. is 25 . ágúst 2011 að á næstu þremur til fjórum árum hygðist Huang Nubo byggja upp 120 herbergja lúxushótel á Grímsstöðum, golf­ völl og hestabúgarð og í Reykjavík tvöfalt stærra lúxushótel . Þá væri hann að spá í flug­ félag til að flytja fólk á milli hótelanna . Þetta ætti að verða heilsársrekstur . Huang sæi fyrir sér að Ísland yrði næsta ferðamannaparadís heimsins enda væri hann að tala um tíu til tuttugu milljarða fjárfestingu . Hjörleifur skrifaði grein í Fréttablaðið mið vikudaginn 23 . maí 2012 þar sem hann kall aði samskipti Íslendinga og Huangs vegna þessara fjárfestingaráforma hins kín­ verska vinar síns „vandræðamál“ . Það ætli ekki „að verða nein sátt um að Huang og fyrirtæki hans leigi Grímsstaði, nú þegar kaupin eru úr sögunni,“ segir Hjörleifur . Hjörleifur segir „náttúrlega ómögulegt fyrir metnaðarfullt ferðaþjónustufyrirtæki að starta sinni starfsemi í illdeilum við mann og annan“ . Fær Hjörleifur raunar ekki séð að Huang „hafi neina þörf fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.