Þjóðmál - 01.03.2014, Page 5

Þjóðmál - 01.03.2014, Page 5
4 Þjóðmál voR 2014 I . Bregðist stjórnmálamenn ekki rétt við atburðum eða einstökum málum getur það orðið þeim erfitt eða jafnvel dýr keypt . Stundum koma viðbrögð almenn ings þeim í opna skjöldu og þá verða þeir að grípa til annarra ráða en þeir höfðu upphafl ega ætlað sér . Í stjórnmálum skiptir jafn vægi miklu, að viðkomandi stjórnmála maður haldi jafn vægi sínu og honum takist að skapa jafn vægi í því máli sem um er að ræða, helst án þess að tapa persónulega eða póli tískt . Við sumar aðstæður dugar að gefa sér lengri tíma en ætlað var í upphafi, við aðrar er eini kost ur inn að sveigja aðeins af braut en gæta þess jafn framt að niðurstaðan sé nálægt því sem ætlað var í upphafi þótt ekki sé unnt að tala um fullan sigur . Fá pólitísk átakamál eru þannig vaxin að um zero-sum game sé að ræða . Hér er slett ensku til að minna á að ekki sé alltaf keppikefli að sjá til þess að það sem annar nær fram jafngildi því að hinn verði fyrir sam bærilegu tapi . Sé gengið fram með því hugar fari á stjórnmálavettvangi er líklegt að andrúm sloftið eitt verði til þess að koma í veg fyrir að unnt sé að ná nokkurri haldgóðri niðurstöðu . Dæmi um þetta er núverandi endurskoðun á náttúruverndarlögum sem alþingi samþykkti í miklum ágreiningi fyrir síðustu kosningar . Auðvitað eru margar ákvarðanir stjórn­ mála manna þess eðlis að gert er upp á milli ákveð inna kosta, til dæmis við skipun manna í embætti, breytingar á skipulagi, lok un stofn ana eða við ákvörðun fjárveit inga og styrkja . Afleiðingar ákvarðana um slík efni eru oft að einhverjir telja sér ýtt til hlið ar á ómak legan hátt eða að ekki sé tek ið nægilegt tillit til óska þeirra . Leiðin til að halda frið er að segja nei á þann veg að sá sem svarið fær verði sæmilega sáttur að lokum . Þetta getur krafist samtala og funda . Minnkandi traust í garð stjórnmála ­ manna þrengir valdsvið þeirra . Vaxandi SUmAR 2012 Af vettvangi stjórnmálanna _____________ Björn Bjarnason ESB­viðræðunum sjálfhætt — pólitísk átök harðna

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.