Þjóðmál - 01.03.2014, Side 8

Þjóðmál - 01.03.2014, Side 8
 Þjóðmál voR 2014 7 Hann sagði: „Ég held að það sé áhugi á […] að komast í hinar eiginlegu viðræður . Ég lagði auðvitað áherslu á það af okkar hálfu að við vildum sem fyrst fara að geta látið reyna á þetta í alvöruviðræðum og vonandi tekst það .“ Veikara gat orðalagið um stöðuna í við­ ræðunum ekki verið . Innan ESB var enginn áhugi á að flýta viðræðum við Íslendinga um sjávarútvegsmál þótt Jón Bjarnason hefði verið rekinn . Ágúst Þór Árnason, brautarstjóri laga­ deildar Háskólans á Akureyri, ritaði við­ aukann um gang ESB­viðræðnanna í skýrslu hagfræðistofnunar . Hann hefur bent á að seinni rýnifundur aðila um sjáv ar útvegs­ kaflann hafi verið haldinn fyrir þremur árum, í mars 2011 . Síðan hafi bók stafl ega ekkert verið í fréttum um þann kafla og það væri verðug spurning sem ekki hefði verið svarað af hverju Evrópu sambandið hefði ekki viljað afhenda rýni skýrslu sína um sjávarútvegskaflann . För Steingríms J . til Brussel hafði engin áhrif . „Alvöru viðræð­ urn ar“ hófust í raun aldrei . Ágúst Þór lýsir ástæðunni fyrir aðgerða­ leysi ESB á þennan hátt í skýrslunni: Ástæðan var sú að sambandið vildi setja viðmið um opnun hans [sjávarútvegskafl­ ans] sem hefði verið óaðgengilegt með öllu fyrir Ísland . Þau hefðu falið í sér að Ísland undirgengist áætlun um aðlögun að sjávarútvegsstefnu sambandsins áður en viðræður hæfust um kaflann . Þessi staða er að sjálfsögðu engin tilviljun heldur lýsing á raunveruleika sem ekki verður skýrður á annan hátt en þann að svo mikið hafi borið á milli að ekki var einu sinni um það að ræða að menn hæfu brúarsmíði . Telur Ágúst Þór viðræðum Íslendinga við ESB raunar „sjálfhætt“ vegna þessarar stöðu . IV . Hver sá sem les skýrslu hagfræðistofn­un ar kemst að sömu niðurstöðu og Ágúst Þór . ESB­viðræðunum er sjálfhætt . Þeim var slegið á frest af þeim sem hófu þær með aðildarumsókninni sumarið 2009 . Þeim yrði örugglega ekki haldið áfram í sama fari væri pólitískur vilji til að ræða um aðild við ESB . Sá vilji er ekki fyrir hendi hjá meirihlutanum sem nú situr á alþingi . A lvöru viðræð urn ar“ hófust í raun aldrei . Ágúst Þór lýsir ástæðunni fyrir aðgerða leysi ESB á þennan hátt í skýrslunni: „Ástæðan var sú að sambandið vildi setja viðmið um opnun [sjávar útvegs­ kaflans] sem hefði verið óaðgengi ­ legt með öllu fyrir Ísland . Þau hefðu falið í sér að Ísland undir ­ geng ist áætlun um aðlögun að sjávar útvegsstefnu sambandsins áður en viðræður hæfust um kafl­ ann .“ Þessi staða er að sjálfsögðu engin tilviljun heldur lýsing á raun veruleika sem ekki verður skýrður á annan hátt en þann að svo mikið hafi borið á milli að ekki var einu sinni um það að ræða að menn hæfu brúarsmíði . Telur Ágúst Þór viðræðum Íslendinga við ESB raunar „sjálfhætt“ vegna þessarar stöðu .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.