Þjóðmál - 01.03.2014, Page 28

Þjóðmál - 01.03.2014, Page 28
 Þjóðmál voR 2014 27 daga hefur minningu hans, nafni, starfi og stefnu, verið haldið hátt á lofti eins og alkunna er . Er þarflaust að rekja þá sögu hér . Næstu áratugina eftir útför Jóns bar kjörorð hans í útgáfu Eiríks Briems og séra Matthías­ ar oft á góma í blaðagreinum, ræðum og ritum . Skulu hér nefnd af handahófi fáein dæmi þess en þau skipta hundruðum í blöðum, bókum og tímaritum: • . . . vér verðum enn að treysta sannleik ­ anum og fylgja hinu ógleymanlega orð­ taki Jóns Sigurðssonar „aldrei að víkja“ . (Þjóð ólfur 27 . ágúst 1884 .) • „Alþingi . . . fylgir . . . trúlega hinni nafn­ frægu reglu „Aldrei að víkja“ . (Suðri 28 . nóvember 1884 .) Útfararsálmur séra Matth íasar Jochums­ sonar (t .v .) sem sunginn var við jarðarför Jóns Sigurðssonar í Reykjavík vorið 1880 varð til þess að breiða út hugmyndina um „kjörorð Jóns Sigurðssonar“ . Skáldið Steingrímur Thorsteinsson (t .h .) tók kjörorðið upp í hinn fræga Þingvallasöng sinn, „Öxar við ána“, árið 1885 . ________________________________________ árangri skilað . Jón gerist skáldlegur og talar um að „valur fljúgi um garð“ og skýrir það orðalag neðanmáls á þennan hátt: „Í signeti hr . J .S . eru 2 valir, annar ofan á lyktum hjálmsins, hinn á skildinum: þetta var skjaldarmerki Lopts riddara, hins ríka Guttormssonar, ef af honum er J .S . í beinan karllegg kominn; neðan undir skjaldarbrúninni á signeti J .S . eru grafin þessi orð: „eigi víkja“ . Athyglisvert er að Jón Guðmundsson talar ekki um einkunnarorð eða orðtak Jóns forseta í þessu samhengi . Sjálfur lét Jón útbúa fyrir sig signet með stöfunum J . Guðm . og undir þeim er áletrunin: Áfram . Önnur dæmi frá þessum tíma um innsigli einstakra manna með áletrun af þessu tagi þekki ég ekki . • Í staðinn fyrir þrautseiga og áfram­ hald andi baráttu, sem forseti Jón sál . Sig urðs son einkenndi með orðunum „Aldrei að víkja“, virðast þessir seinna tíma, nýmóðins stjórnmálagarpar, hafa rist á rönd skjalda sinna orðin: „Ávallt að víkja .“ (Þjóðólfur 18 . október 1889 .) • En stefnuskrá J . Sigurðssonar var: „aldrei að víkja“ og „stjórnina inn í landið .“ (Vestri 12 . apríl 1902 .) • „Aldrei að víkja“ voru hin alkunnu eink­ unn arorð Jóns Sigurðssonar . Í þeim inni ­ faldi hann þrennt, að mínu áliti . Aldrei að víkja frá að gera það sem rétt er . Aldrei að víkja frá að verja og sækja rétt sinn . Aldrei að víkja frá að hrinda af sér óréttin um . Þessi þrjú allsherjar boð boð þreyttist hann aldrei að brýna fyrir Íslend ingum, bein­ línis og óbeinlínis . (Séra Ólaf ur Ólafs son í Fjallkonunni 10 . október 1905 .) • En nú vita allir, að stefna Jóns Sig urðs­ sonar var einmitt idealisminn og heróp hans „aldrei að víkja.“ (Eimreiðin 1 . tbl . 9 . árg . 1903, bls . 3 .) • Hann lét grafa í innsigli sitt: aldrei að víkja, og þeim einkunnarorðum brást hann aldrei . (Benedikt Sveinsson alþingis­ maður í Ingólfi 28 . júní 1908 .)

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.