Þjóðmál - 01.03.2014, Side 31

Þjóðmál - 01.03.2014, Side 31
30 Þjóðmál voR 2014 að víkja“) . En þetta er skáldaleyfi hjá séra Matthíasi — eða í þessu tilfelli öllu heldur bessa­leyfi: því, að engin rímnauð gat knúið hann til þess að færa orðin úr réttu lagi . Líklega hefur séra M . ekki munað réttara í svip, er hann orkti . Jón Ólafsson segir að vísa Matthíasar hafi orðið til þess að allir hafi lært orðtak Jóns forseta afbakað, því „almenningur hirðir lítt um frumrit eða uppsprettur“: Hvernig var þá einkunnarorð Jóns Sig­ urðs sonar? Það var stutt, ein tvö orð: „Ekki víkja .“ Þessi orð lét hann grafa á innsigli sitt — og þar standa þau enn, svo að ekki verður um þráttað, hversu þau sé, rétt eftir höfð . Jón Ólafsson gerir ráð fyrir þeirri mótbáru lesenda að orðin séu sömu merkingar: „En þetta er alveg það sama“, kann ein­ hver að segja . Nei ekki alveg . Glögg og næm hugsun finnur undir eins muninn . „Aldrei að víkja“ gæti verið lífsregla – en auðvitað eins vel grunnhyggins þrákálfs eins og stefnufasts spekings . En „ekki víkja“ er boðorð (commando­orð), foringja­boðorð til fylgismanna, og – sjálfs sín . (Reykjavík 24 . júní 1911 .) Vel má vera að það sé rétt hjá Jóni Ólafs syni að það hafi verið fyrir áhrif útfararsálms séra Matthíasar að „aldrei að víkja“ breidd ist út sem kjörorð Jóns Sigurðssonar . En hann var ekki upphafsmaðurinn eins og áður hefur komið fram . Líklega hefur það ekki hentað að ávíta Eirík Briem, góðvin Hann esar og Jóns . Hann hafði sjálfur verið virkjaður í þágu endurskoðunarinnar . Í ræðu, sem hann flutti um Jón forseta í samsæti á Hótel Reykjavík 17 . júní 1911, voru fyrri ummæli gleymd og grafin: Orðtak hans: „Ekki víkja“, var ekki sprott ­ ið af neinni þrákelkni, heldur þeirri föstu sannfæringu, sem honum var tamt að mynda sér um málefnin, enda sáu menn það oftast síðar, að hún var á góð um rök um byggð . (Óðinn, júní 1911, bls . 17–18 .) Ekki höfðu heimastjórnarmenn árangur sem erfiði . Er annars óskiljanlegt hvern­ ig þeim tókst að skapa nýja villu þegar þeir reyndu að leiðrétta eldri missögn . Tímaritið Skírnir birti þetta sama ár fjöl­ margar greinar um Jón í tilefni af aldar af­ mæli hans . Engar leiðréttingar á kjörorð inu er þar að finna . Klemens Jónsson land ritari skrifaði um Jón sem stjórnmálamann: „Aldrei að víkja“ voru orð, sem Jón Sigurðsson hafði valið sér sem einkunnar­ Næstu árin er óspart haldið áfram að nefna „Aldrei að víkja“ sem kjörorð Jóns Sig­ urðssonar . Segja má að hátindinum hafi verið náð þegar ákveðið var við stofnun fálkaorðunnar [1921] að kjörorðið skyldi verða einkunnarorð í innsigli hennar . . . Það var ekki fyrr en eftir lýðveldisstofnun sumarið 1944 að settar voru nýjar reglur um fálkaorðuna og ákveðið að í innsiglinu skyldu vera orðin „Eigi víkja“ . Þá höfðu einhverjir framtakssamir menn athugað hið gamla innsigli Jóns forseta . . . og áttað sig á villunni .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.