Þjóðmál - 01.03.2014, Page 48

Þjóðmál - 01.03.2014, Page 48
 Þjóðmál voR 2014 47 unnar ef ein IRV væri nálægt verðgildi einnar íslenskrar krónu, allur samanburður yrði þá einfaldari . IRV væri því ekkert annað en myntkarfa sem nýtt væri sem viðmið . Þannig gætu verkalýðsfélögin og hin ýmsu samtök atvinnulífsins ákveðið lág­ marks laun sem væru ákveðinn fjöldi IRV á mánuði . IRV gæti einnig hentað sem viðmið fyrir verð á vörum . Leigubílstjórar gætu þó alltaf sýnt verðin sín í kúbverskum peso eða þakið hálfa framrúðuna í öllum heimsins myntum . Líklegra er þó að markaðurinn myndi velja sér, án ríkisafskipta, sam­ ræmda mynt eða vísitölu, t .d . IRV, til að kynna verðlagið . Þá gætu margir tekið upp á því að gera samninga við launafólk, húsaleigusamninga, lánasamninga og annað í íslensku ríkisvísitölunni . Bank arnir gætu jafnvel boðið upp á sjóði með IRV­eigna­ samsetningu og gefið út sína eigin IRV­ gjaldmiðla . Allt gert með sem minnstum afskiptum hins opinbera og fullkomið frelsi til að nota þá mynt sem menn kjósa . Við þurfum ekki að nema staðar við seðla og myntir hinna ýmsu ríkja . Við ættum að geta valið sem gjaldmiðil gull, ál, stál, olíu, kWh eða jafnvel símamínútur . Eina skilyrð­ ið er að öflugur markaður og áreiðanleg vísi tala fylgi vörunni til að umreikna gjald­ miðl ana í íslensku ríkisvísitöluna . Ríkið er vandamálið Stjórnmálamenn hafa engan dug til að taka stórar ákvarðanir í átt að frelsi nema mikið liggi við . Ef Ríkisútvarpið væri ekki starfandi væru þeir einstaklingar sem stæðu á torgum og krefðust stofnunar tveggja ríkisútvarpsstöðva álitnir öfga­ menn . En hver er munurinn á þeim sem myndu krefjast stofnunar RÚV og sjálf­ stæðis manna sem gera ekkert í að loka eða draga um talsvert úr starfsemi þessarar stofn unar? Meðan núverandi ríkisstjórn lokar ekki stofn un um eða sendiráðum né afnemur fáránleg lög og reglugerðir má ekki búast við að hún hafi nægilega sterkan maga til að ráðast í breytingar á gjaldmiðlamálum Íslend inga . Meðan núverandi ríkisstjórn lokar ekki stofn un um eða sendiráðum né afnemur fáránleg lög og reglugerðir má ekki búast við að hún hafi nægilega sterkan maga til að ráðast í breytingar á gjaldmiðlamálum Íslend inga .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.