Þjóðmál - 01.03.2014, Page 55

Þjóðmál - 01.03.2014, Page 55
54 Þjóðmál voR 2014 Guðmundur Þór Guðmundsson Um samband ríkis og kirkju I . Inngangur Umræða og skoðanaskipti um sam­band ríkis og þjóðkirkju og stöðu þjóðkirkjunnar hefur lengi staðið yfir og sýnist sitt hverjum . Sumir telja að þjóðkirkjan sé ríkiskirkja og þar með ríkis ­ stofnun er njóti fjárframlaga frá rík inu . Aðrir, þ . á m . þjóðkirkjan sjálf, að þjóð­ kirkjan sé sjálf stætt trúfélag sem ráði mál­ um sínum sjálft án afskipta og íhlutunar ríkisvaldsins og að fjár hags leg samskipti byggist á gagn kvæmu sam komu lagi og skiptum á verð mæt um . Sumir krefjast að­ skilnaðar ríkis og kirkju meðan aðrir halda því fram að sá aðskilnaður sé þegar orðinn . Þjóð kirkj an er í grunninn ein elsta stofnun eða skipu lagsheild á Íslandi . Rætur kirkj­ unnar liggja allt til ársins 1000 er kristni var lög tekin á Íslandi og hefur þessi skipu­ lags heild starfað samfellt frá þeim tíma . Árið 1550 urðu siðaskipti á Íslandi og eftir það tók Danakonungur við yfirstjórn kirkj ­ unn ar . Varaði sú skipan mála um aldir, uns Ísland varð lýðveldi árið 1944 . Árið 1874 var hugtakið „þjóðkirkja“ lögfest í fyrstu stjórnar skránni og ríkisvaldinu gert að styðja þjóð kirkjuna og vernda . Skipu lag þjóð kirkjunnar og starf hefur tekið mikl­ um breyt ingum frá þeim tíma . Ríkis vald ið annaðist um rekstur kirkjunnar að miklu leyti bæði með því að skipa mál um hennar með löggjöf en einnig með því að annast veraldlega stjórnsýslu hennar . Árið 1998 tóku gildi lög um stöðu, stjórn og starfs ­ hætti þjóðkirkjunnar nr . 78/1997 (þjóð ­ kirkju lög) og jafnframt sam komu lag rík is og kirkju um kirkjujarðir og launa greiðsl ur presta, dags . 10 . janúar 1997 (kirkju jarða­ samkomulag) . Með setn ingu þjóð kirkju­ laganna jókst svig rúm þjóð kirkj unn ar til að stjórna mál um sínum um tals vert . Kirkju jarða sam komu lagið fól í meg in at­ riðum í sér að kirkj an afhenti rík inu til eignar kirkju jarð ir landsins . Þess í stað tókst ríkið á hendur skuldbindingu um að greiða laun biskups Íslands, vígslu ­ biskupa, 138 presta og prófasta þjóð ­ kirkjunn ar og 18 starfsmanna biskups ­ embætt i sins . Undir lok tuttugustu aldar tók þjóð kirkj an við um sjón veraldlegrar stjórn sýslu sinnar, sem ráð herra kirkjumála hafði sinnt fram að því, nánast alla 20 . öldina .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.