Þjóðmál - 01.03.2014, Page 60

Þjóðmál - 01.03.2014, Page 60
 Þjóðmál voR 2014 59 Í þjóðkirkjulögum er kveðið á um að prestar hennar, prófastar, vígslubiskupar og biskup Íslands séu embættismenn ríkis ins og þeir eru einnig skilgreindir þannnig í fyrrnefndum starfsmannalögum . Í fyrr nefndum lögum um Kristnisjóð og kirkju málasjóð er að finna ákvæði um stofn un hvors tveggja sjóðanna, stjórn þeirra og býsna nákvæm ákvæði um verkefni þeirra . Þannig segir t .d . að hlut­ verk Kristnisjóðs skuli m .a . vera að styrkja söfnuði, er vilja ráða starfsmenn til starfa á sínum vegum á sviði æskulýðsmála, líknarmála o .fl . Kirkjumálasjóður skuli m .a . kosta Biskupsgarð (embættisbústað biskups Íslands í Reykjavík), ráðgjöf í fjöl­ skyldu málum, söngmálastjórn og tón listar­ fræðslu á vegum þjóðkirkjunnar . Í lögum um Skálholtsskóla eru nákvæm ákvæði um stofnun skólans, hlutverk hans og stjórnkerfi . Í lögum um embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra eru fyrirmæli um að kirkjuþing skuli setja reglur um greiðslu embættiskostnaðar presta og jafnframt að fyrir svonefnd aukaverk, t .d . fermingar, hjónavígslur og greftranir, skuli greiða samkvæmt gjaldskrá er ráðherra setur . Í lögum um helgidagafrið eru helgidagar þjóðkirkjunnar skilgreindir og tilgreindar at hafnir, t .d . skemmtanir, bannaðar á til­ teknum helgidögum . Umboðs maður Al­ þingis hefur nokkrum sinnum fjallað um stjórn sýslu þjóðkirkjunnar og Ríkisendur­ skoðun einnig, t .d . í viðamikilli skýrslu frá árinu 2012, sem birt er á heimasíðu stofn­ unarinnar . IV . Niðurstöður Samband þjóðkirkjunnar og ríkisins er með öðrum hætti og miklu meira en annarra trú­ og lífsskoðunarfélaga við ríkið . Tengsl kirkjunnar og ríkisins veita m .a . nokkra vísbendingu um eðli þjóðkirkj unn­ ar sem skipulagsheildar . a) Formlegur grundvöllur þjóð kirkjunnar er löggjöf Þjóð kirkjan í dag grundvallast á löggjöf einkum að því er varðar formgerð . Löggjöf um þjóðkirkjuna gegnir því að þessu leyti svipuðu hlutverki og samþykktir hluta­ félaga og skipulagsskrár sjálfseignar stofn­ ana . Almanna valdið er þannig eins konar umbjóðandi trúfélagsins líkt og eigendur hlutafélaga . Raunar virðist löggjöf um þjóð kirkjuna í ýmsum greinum ganga lengra en tíðkanlegt er í samþykktum og skipu lagsskrám . b) Þjóðkirkjan er opinber skipulagsheild Áhorfsmál er hvaða ályktanir má draga um eðli þjóðkirkjunnar af þeirri viðamiklu löggjöf, þeim fjárhagslegu tengslum kirkju og ríkis og því eftirliti ríkisins sem Þ jóð kirkjan í dag grundvallast á löggjöf einkum að því er varðar formgerð . Löggjöf um þjóðkirkjuna gegnir því að þessu leyti svipuðu hlutverki og samþykktir hluta félaga og skipulagsskrár sjálfseignar­ stofnana . Almanna valdið er þannig eins konar umbjóðandi trúfélagsins líkt og eigendur hlutafélaga . Raunar virðist löggjöf um þjóðkirkjuna í ýmsum greinum ganga lengra en tíðkanlegt er í samþykktum og skipulagsskrám .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.