Þjóðmál - 01.03.2014, Page 64

Þjóðmál - 01.03.2014, Page 64
 Þjóðmál voR 2014 63 inu og keyptu margar vélar sínar með þeim hætti fyrstu árin . Þar á meðal var Sky­ master­vélin Hekla, fyrsta fjögurra hreyfla millilandaflugvél Íslendinga, sem kom til landsins 15 . júní 1947 . Emil Jónsson, þáverandi samgönguráðherra, líkti komu hennar við komu Gullfoss gamla á sínum tíma . Brátt bættist Geysir í flotann og Loftleiðir hófu reglubundið áætlunarflug til margra Evrópulanda . Jafnframt tók félagið upp umfangsmikið leiguflug um framandi lönd til að lifa af mikla þrengingatíma í viðskiptasögu þjóðarinnar, þegar hrammur Fjárhagsráðs lagðist yfir allt athafnalíf í kreppu eftirstríðsáranna . Fjárhagsvandræði, útilokun frá inn­ an landsflugi, og Geysisslysið, gerði það að verk um að félagið rambaði um hríð á barmi uppgjafar . En eins og jafnan brugð­ ust Loftleiðamenn við hverjum vanda með snjöllum og óvæntum hætti . Félag arnir Alfreð Elíasson, Kristinn Olsen og Hrafn boxari Jónsson tóku sig til og grófu upp úr Vatnajökli DC­3 flugvél sem Banda­ ríkja her hafði orðið að skilja eftir ári fyrr við björgun áhafnarinnar af Geysi . Vélin reyndist óskemmd og flugu þeir henni til Reykjavíkur við mikil fagnaðarlæti bæjar­ búa . Þótti þarna um einstakt afrek að ræða í flugsögunni og hefur þessa tiltækis verið víða minnst af flugáhugamönnum úti um lönd . Jökulsævintýrið svokallaða (1952) hleypti nýju lífi í félagið og það tók að einbeita sér Loftleiðaævintýrinu er til haga haldið í þessum tveimur verkum: bókinni Alfreðs sögu og Loftleiða (1984 og 2009) eftir Jakob F . Ásgeirsson og heimildarmyndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir Icelandic (2009) eftir Sigurgeir Orra Sigurgeirsson, en myndin er að miklu leyti byggð á bókinni .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.