Þjóðmál - 01.03.2014, Page 71

Þjóðmál - 01.03.2014, Page 71
70 Þjóðmál voR 2014 Bjarni Jónsson Áliðnaðurinn Þróun — saga — mikilvægi 1 Saga álsins Járn hefur verið hagnýtt um aldir, enda leysti járnöld bronzöld af hólmi u .þ .b . einu árþúsundi fyrir Krists burð . Ef til vill verður 21 . öldin kennd við álið og nefnd álöldin vegna víðtækrar þróunar á fram­ leiðslu áls og smíði úr áli á öldinni auk feiki legrar aukningar á frumvinnslu og endur vinnslu þess . Álmelmi (blanda áls við snefilefni)2 eru talin vera hin þriðju í röðinni yfir mik il­ væg ustu málmana, sem hagnýttir eru í iðn­ aðarskyni, næst á eftir stáli og steypu járni . Samt tókst ekki að einangra álatóm frá öðrum frumefnum fyrr en árið 1827, og rafgreining súráls, Al2O3, í bráðnu krýólíti tókst ekki fyrr en árið 1886 . Þetta er nefnt Hall­Heroult­ferlið,3 sem í grund vallar­ atriðum er enn við lýði við framleiðslu áls . Árið 1888 var svo fundin hagkvæm aðferð til að framleiða súrál úr leirtegundinni báx­ íti, s .k . Bayer­aðferð, og þar með var grunn­ ur inn lagður að stórfelldri hagnýt ingu þessa létta, endingargóða og vel rafleið andi málms .4 Bæði Bayer­ferlið og Hall­Heroult­ ferlið eru þó orkukræf . Framleiðslutækni áls á síðastliðnum tæp lega 130 árum hefur tekið stórstígum fram förum og ekki síður hagnýting þess . Þróunin hefur leitt til gríðarlegrar fram­ leiðni aukningar, minni orkunotkunar á hvert framleitt kg og mun minni losunar flúor sambanda og koltvíildis (CO2) út í and rúms loftið . Framleiðsla áls með rafgreiningu hefur vaxið frá árinu 1888 til 2013 úr nánast engu og upp í um 52 Mt/a eða um 416 kt/a að jafnaði .5 Undanfarin 30 ár hefur vöxtur framleiðslunnar verið að jafnaði um 2% á ári eða um 1 Mt/a . Það er ekkert lát á eftirspurn áls í heim­ inum eins og sést á því, að árið 2013 jókst hún um 6–7% . Kína notar langmest allra af áli eða um 23 Mt/a eða 44% og fer enn vaxandi . Notkun Kínverja verður bráðum meiri en tvöföld samanlögð notkun í Evrópu og í Norður­Ameríku . Í Kína munu örlög álmarkaðarins ráðast . Heimsframleiðsla ársins 2013 var 4% meiri en árið á undan, en eftir spurnar­ aukningin varð 6–7%, og þannig gekk aðeins á birgðirnar, sem dugði til að stöðva verðlækkunina, en botninum var náð við um 1600 USD/t Al .6 Verðið hafði á botni fjármálakreppunnar 2008 þó orðið lægst

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.