Þjóðmál - 01.03.2014, Page 75

Þjóðmál - 01.03.2014, Page 75
74 Þjóðmál voR 2014 Þrátt fyrir staðnað hagkerfi Evrópu upp ­ lýsti ráðgjafarfyrirtækið Wood Mackenzie um 0,3% notkunaraukningu áls í Evrópu árið 2013 og spáir 0,6% aukningu 2014, og að álnotkun þar verði þá 8 Mt . Ál eftir­ spurnin í Kína er talin munu vaxa um tæp 10% árið 2014 og verða þá allt að 28 Mt . Vandamál álframleiðenda á heimsmark­ aði er hins vegar, að framleiðslugeta kín­ verska áliðnaðarins hefur vaxið meira en eftirspurnin . Þetta er algerlega ósjálfbær þró un í Kína, því að megnið af rafmagninu til áliðnaðarins í Kína kemur frá kola kynt­ um orkuverum . Loftmengun, jarð vegs­ mengun, vatnsmengun og vatns þurrð er að verða óbærileg í Kína vegna fyrir hyggju­ lausrar auðlindanýtingar, og heilsu spill­ andi umhverfi er tekið að valda uppþot­ um . Frumstæðustu og mest mengandi ál­ ver unum og raforkuverunum verður þess vegna líklega senn lokað í Kína og ekki seinna en 2020 . Strax og sá vendipunktur rennur upp fyrir markaðinum, mun álverðið taka vel við sér . Þjóðhagsleg áhrif álframleiðslu Nýleg rannsókn á vegum ráð gjafar­fyrirtækisins John Dunham & Associates sýndi fram á vaxandi mikilvægi áliðnaðarins fyrir hagkerfi Bandaríkjanna . Þetta er afar athyglivert og gefur til kynna, að bandaríska hagkerfið, sem reist er á meiri tækniþekkingu en um getur annars staðar, sé á leið frá ofuráherzlu á þjónustu til aukinnar vegsemdar vöruframleiðslu í anda þýzka hagkerfisins . Í bandaríska áliðnaðinum starfa nú 155 .000 manns, sem hlutfallslega9 er innan við 10% af starfs­ mannafjöldanum í íslenzka áliðnað in um, og verðmæti framleiðslunnar nemur USD 65 milljörðum í öllum 50 ríkjunum . Hlut­ falls lega10 er það innan við 5% af bein um framleiðsluverðmætum íslenzka áliðnaðar­ ins, sem vissulega gefur til kynna, að hann fái gott verð fyrir sína framleiðslu . Meðal­ árstekjur þessara bandarísku starfsmanna eru USD 60 .000, sem er 40% hærra en meðaltekjur Bandaríkjamanna, sem eru um USD 43 .000 . Áróður andstæðinga málm­ iðnaðar á Íslandi hefur stundum hnigið í þá áttina, að hann væri á hverfanda hveli, eins og risaeðlurnar forðum, en þessar tölur sýna svart á hvítu, að áróðurinn um láglaunastarfsemi í málmiðnaði, sem þess vegna mundi flytjast til þriðja heimsins svo kallaða, er gjörsamlega úr lausu lofti gripinn . Til samanburðar við Bandaríkin (BNA) vinna um 2100 manns hjá íslenzka áliðnað­ inum um þessar mundir, og fram leiðslu­ verðmætin námu um ISK 222 milljörðum eða tæplega USD 2 milljörðum árið 2012 . Ál útflutningur nam 30% alls vöruútflutn­ ings landsmanna árið 2012, sem jafngilti 13% af VLF . Sé dregið dám af útreikn ing ­ um,11 sem gerðir hafa verið fyrir sjávar út­ veginn, má telja líklegt, að framlag málm­ Á róður andstæðinga málmiðnaðar á Íslandi hefur stundum hnigið í þá áttina, að hann væri á hverfanda hveli, eins og risaeðlurnar forðum, en þessar tölur sýna svart á hvítu, að áróðurinn um láglaunastarfsemi í málmiðnaði, sem þess vegna mundi flytjast til þriðja heimsins svokallaða, er gjörsamlega úr lausu lofti gripinn .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.