Þjóðmál - 01.03.2014, Page 77

Þjóðmál - 01.03.2014, Page 77
76 Þjóðmál voR 2014 staðbundins úrgangs og ótta við blöndun við „villta“ stofna . Verðmæti sjávarafurða nam árið 2012 ISK 268 milljörðum eða 36% af verðmæti útflutningsafurða . Verðmæti málma í út­ flutn ingi nam þá ISK 245 milljörðum eða 33% af verðmæti útflutningsvöru . Að 2/3 hlut um hvílir vöruútflutningur á þessum tveim ur stoðum, sem báðar eiga góða vaxtar­ möguleika, ef rétt er á spilunum haldið, þó að báðum sé viss stakkur skorinn . Raforkugeirinn og áliðnaðurinn Ef enginn væri áliðnaðurinn á Íslandi, væri raforkugeiri landsins aðeins svip­ ur hjá sjón . Stórvirkjanir væru færri, hefðu verið teknar í notkun í áföngum og hefðu þess vegna seinna farið að mala eigendum sínum gull . Arðsemi virkjananna, hvort sem þær eru litlar eða stórar, hefði ekki getað orðið svo mikil sem raun varð á, og orkuverðið til almennings og til almennra fyrirtækja hefði þá óhjákvæmilega orðið hærra . Stofnlínur væru bæði færri og smærri, og allt raforkukerfið væri rekið með mun lakari nýtni mannvirkjanna, og þar af leiðandi mun meiri tilkostnaði á hverja framleidda orkueiningu . Af þessum sökum væri orkuverð til almennings, heimila og fyrirtækja, ekki á meðal hins lægsta,14 sem um getur, heldur sennilega svipað og að jafnaði á Norðurlöndunum fyrir sæstrengi .15 Á Bretlandi er orkuverðið lægra en að meðaltali í Evrópu, en samt 2,1 sinnum hærra en á Íslandi . Það má leiða að því sterkar líkur, með vísun til reynslu Norðmanna og jafnræðisreglna í neytendarétti Evrópusambandsins, að með sæstrengstengingu Íslands og Bretlands mundi orkuverð til almennings á Íslandi allt að því tvöfaldast . Kemur ekki til mála fyrir íslenzkan almenning að samþykkja slíka tengingu um sæstreng, nema Landsvirkjun ábyrgist þá óbreytt raforkuverð til notenda á Íslandi . Í þeirri umræðu má ætla, að í ljós komi til hvers refirnir eru skornir, þ .e . að íslenzkir raforkunotendur borgi tapið, en spákaupmenn hirði gróðann af raforku­ útflutninginum . Allt þýðir þetta, að íslenzk landvinnsla nýtur nú samkeppniforskots vegna lágs orkuverðs, sem þakka má sjálfbærum orkulindum og heildsölu á raforku til áliðnaðarins . Lífskjör þjóðarinnar allrar eru betri vegna lægra orkuverðs, bæði á heitu vatni og rafmagni, en ella væri, þó að framlagi áliðnaðarins til landsframleiðsl­ unnar og atvinnusköpunar sé sleppt . Að heita vatnið væri dýrara án mikillar rafvæðingar landsins kann að koma ýmsum spánskt fyrir sjónir, en það helgast af því, að heita vatnið er afgangsafurð við raf­ magnsvinnslu með jarðgufu .16 Eins og sést á efsta ferlinum á grafinu á bls . 71, nemur raforkunotkun á Íslandi um þessar mundir um 17,5 TWh/a17 og skiptist þannig, að um 80%, 14 TWh/a, næstefsti ferillinn, fara til málmiðnaðar og um 20%, 3,5 TWh/a, summa næst neðsta og neðsta ferilsins, fara til heimilisnota og annarrar atvinnustarfsemi en málmvinnslu . Um 13 TWh/a fara til álframleiðslu á Íslandi, svo að án áliðnaðarins má ætla, að raforkuvinnsla landsins næmi aðeins 4,5 TWh/a . Þá hefði vafalítið önnur virkjana­ tilhögun og minni virkjanir orðið fyrir val inu, en eftirfarandi virkjanir mundu anna 4,5 TWh/a til viðbótar við nokkrar smávirkjanir: • Laxárstöðvar: 173 GWh/a18 • Sogsstöðvar: 463 GWh/a • Búrfellsstöð:2300 GWh/a • Kröflustöð: 500 GWh/a • Sigöldustöð: 920 GWh/a

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.