Þjóðmál - 01.03.2014, Page 87

Þjóðmál - 01.03.2014, Page 87
86 Þjóðmál voR 2014 stæðisflokksins, má segja að hún byrjaði á mörgu, en endaði fátt . ESB­umsóknarferlið verður nú afturkallað af alþingi á næstunni og satt best að segja þykir manni, sem utanríkisráðuneytið hafi ekki haldið neitt sérstaklega vel á málinu, undir forustu Össurar, eftir því sem fram vindur í dagbókarfærslum hans . Er engu líkara en að skort hafi á einbeitingu og markvissa stefnumótun . Og ekkert segir dagbókin okkur um það hvers vegna ekki var ráðist í að opna hina fyrirséð erfiðu samningskafla um sjávarútveg og landbúnað, annað en óljósa andstöðu Frakka og makrílveiðilanda! Iðulega er látið í veðri vaka að Ísland hafi stuðning hér og þar, einkum hjá Þjóðverjum og ekki síður hjá ýmsum pólitískum áhrifa­ mönnum í útlöndum, sem aðhyllast stjórn­ málaskoðanir ráðherrans, en hvorki gengur né rekur . Allt tal af þessu tagi bendir til skorts á raun sæju stöðumati, en slíkur skortur var sömu leiðis áberandi í sókn Íslands til sætis í Öryggis ráði Sameinuðu þjóðanna á sínum tíma . Þá sat svil kona ráðherrans og sam­ flokks maður undir stýri á lokasprettinum, eins og kunnugt er . Það skyldi þó ekki hafa verið hernaðar áætlun ESB að opna ekki fyrir þreifingar um erfiðu málin, sjávarútveg og landbúnað, fyrr en aðlögun hefði verið lokið í hinum léttvægari, sem eru þjóðinni þó um margt þungbær og kostnaðarsöm? Sárasta sviðann áttu þó IPA­styrkirnir að lina og af dagbókinni má ráða að þeir voru ekkert annað en hagsmunafé, reitt fram af ESB, til að liðka fyrir aðlögunaferlinu . Að minnsta kosti þarf að skýra rækilega hvers vegna samn ingsmarkmið Íslands í málefnum sjávar útvegsins hafa aldrei legið fyrir með traust um og óyggjandi hætti . Hið sama má reyndar segja um landbúnaðarmálin . En fleiri stórmál bar ríkisstjórnin í fangi sér, sem hún réð ekkert við og ber á góma í dagbókinni góðu . Þar þykir mér bera hæst stjórnarskrármálið, sem var fremur Okkar meirihluti blaktir á einu nástrái — Jóni Bjarnasyni . Ár drekans 10 . september, bls . 278–279 Brýnasta málið á [þingflokks]fundinum er þó staðan í ESB og samstarfið við VG . Jóhanna biður mig að reifa málið . Ég segi að við eigum tvo kosti . Ef ríkisstjórnin eigi að lifa verði að finna leið til að hjálpa VG út úr þeirri ófæru sem yfirlýsingar lykilmanna hafi komið flokknum í – eða þá að slíta ríkisstjórninni í haust . Ég rökstyð hví síðari kosturinn hljóti að koma sterklega til álita . Veturinn verði okkur mjög erfiður, með mörg stór mál sem mjög erfitt verði að koma fram, bæði stjórnarskrána og fiskveiðistjórnunarmálið . Hvorki ríkisstjórnin né flokkurinn muni þola hörð átök um ESB við VG . Mér finnst ráðherrarnir skoða stöðuna yfirvegað, en umræðan verður ekki löng . „Henni verður ekki slitið,“ segir Jóhanna point blanc af miklum þunga . Ár drekans 20 . ágúst, bls . 258 Ég ræði hispurslaust [á fundi utanríkishóps Samfylkingarinnar] þann möguleika að slíta stjórninni ef frekari hnökrar verða á samstarfinu við VG um ESB­umsóknina . „Stjórnarsáttmálinn er grundvöllur stjórnarsamstarfsins og það er ekki hægt að endurskoða hann án þess að endurskoða samstarfið,“ segi ég m .a . „Það þýðir að VG verður að skilja að fari þau yfir ákveðin mörk verður samstarfinu slitið . Það er ísköld ákvörðun sem Samfylkingin verður að búa sig undir að þurfa hugsanlega að taka .“ Ár drekans 21 . ágúst, bls . 259

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.