Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Side 13

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Side 13
13 Setningarræða forseta kirkjuþings Margrétar Björnsdóttur Samkvæmt heimild í 1. gr. starfsreglna um þingsköp kirkjuþings nr. 949/2009 lýsi ég því yfir að aukakirkjuþing 2012, 48. kirkjuþing, er sett. Ágætu kirkjuþingsfulltrúar. Verið öll velkomin til kirkjuþings í dag. Ég vil í upphafi orða óska biskupi Íslands, séra Agnesi M. Sigurðardóttur til hamingju með biskupskjör hennar og bjóða hana velkomna hingað í dag, en hún situr nú kirkjuþing í fyrsta sinn. Sömuleiðis vil ég óska nýkjörnum vígslubiskupi í Hólaumdæmi, séra Solveigu Láru Guðmundsdóttur til hamingu með kjör hennar. Til aukakirkjuþings er kallað til að ræða ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga að því er varðar ákvæði þess um þjóðkirkjuna og til að skilgreina og setja fram afstöðu þjóðkirkjunnar þar að lútandi. Á dagskrá þingsins er einnig tillaga til þingsályktunar um leiðréttingu sóknargjalda. Þá verður nýr forseti kirkjuþings kjörinn, en Pétur Kr. Hafstein, forseti kirkjuþings, lét af störfum fyrr á þessu ári. Fyrsta mál þessa aukakirkjuþings er „Tillaga til þingsályktunar um að áfram verði ákvæði um þjóðkirkjuna í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“. Kjörseðillinn fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga var birtur á netinu sl. fimmtudag. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst í dag (laugardag) en sjálf hefst atkvæðagreiðslan þann 20. október. Á kjörseðlinum eru sex spurningar sem svara skal með já eða nei en kjósandi þarf ekki að svara þeim öllum. Í þriðju spurningu er spurt „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi. Jákvætt svar felur í sér að í nýrri stjórnarskrá skuli vera einhver hliðstæða núgildandi 62. gr. stjórnarskrárinnar. Neikvætt svar merkir það hins vegar að í stjórnarskránni skuli a.m.k. ekki gengið lengra en gert er í 19. gr. í frumvarpi Stjórnlagaráðs: „Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins. Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar“. Sjá má kjörseðilinn á kosning.is. Á kirkjuþingi árið 2011 var samþykkt ályktun um 1. mál þingsins - skýrslu kirkjuráðs. Ályktunin hljóðar svo: Tillögur um nýja stjórnarskrá. Kirkjuþing 2011 skorar á Alþingi að hafa ákvæði um íslenska þjóðkirkju í því frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár sem þingið afgreiðir með formlegum hætti eða leggur undir ráðgefandi þjóðaratkvæði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.