Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 14

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 14
14 15 Að öðrum kosti verði þess gætt að ákvörðun um afnám þjóðkirkju úr stjórnarskrá verði tekin á þann veg sem núgildandi stjórnarskrá býður svo að þjóðin sjálf fái notið þess réttar að greiða sérstaklega atkvæði um slíka ákvörðun. Þessi ályktun kirkjuþings í fyrra er enn í fullu gildi, en við erum komin saman til að ræða þetta mál sérstaklega m.a. í tilefni af væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Kirkjuráð leggur hér fram tillögu til þingsályktunar fyrir þingið til umræðu og afgreiðslu. Annað mál þessa aukakirkjuþings er „Tillaga til þingsályktunar um sóknargjöld“. Innanríkisráðherra skipaði árið 2011 starfshóp til að meta áhrif niðurskurðar fjárveitinga á starfsemi þjóðkirkjunnar og afleiðingar þess ef haldið yrði áfram á þeirri braut, eftir að biskup Íslands hafði lýst áhyggjum sínum af fjárhagsstöðu safnaða þjóðkirkjunnar vegna skerðingar á sóknargjöldum. Áfangaskýrsla starfshópsins var gefin út í nóvembermánuði 2011 og var hún kynnt kirkjuþingi sem ályktaði um málið með því að skora á ríkisstjórn og Alþingi að beita sér fyrir því að sóknargjöldin verði leiðrétt til samræmis við þróun fjárveitinga til stofnana innanríkisráðuneytisins þannig að sóknargjöldin yrðu 919 kr. á mánuði fyrir hvern gjaldanda á árinu 2012. Sá niðurskurður sem sóknir og yfirstjórn kirkjunnar hafa þurft að glíma við frá efnahagshruni til að mæta tekjumissi og þeirri alvarlegu fjárhagsstöðu sem margar sóknir glíma nú við er víða að sliga starfsemi þeirra. Í lokaskýrslu starfshópsins til ráðherra 30. apríl 2012, segir meðal annars að í ákvæði frumvarps til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum um upphæð sóknargjalds, hafi þess ekki verið gætt að nú þurfi að verðbæta sóknargjaldið til að gætt sé jafnræðis við aðra aðila sem byggja rekstur sinn á framlögum fjárlaga. Vegna þess hafa sóknargjöld sem ríkið greiðir til sókna þjóðkirkjunnar og til annarra trúfélaga lækkað um nálægt 25% umfram fjárveitingar til reksturs annarra aðila sem sætt hafa skerðingu til samræmis við almennan niðurskurð frá fjárlögum ársins 2008. Hér hafa því trúfélög, söfnuðir og sameiginlegir sjóðir kirkjunnar verið að taka á sig skerðingu langt umfram aðrar stofnanir sem heyra til innanríkisráðuneytisins. Samkvæmt gögnum frá Ríkisendurskoðun 2010 voru tæplega 100 sóknir sem ekki náðu endum saman í rekstri sínum á síðasta ári og hafði fjölgað um liðlega 67% miðað við árið 2008. Það er því ljóst að með sama áframhaldi mun þjóðkirkjunni á allra næstu árum verða nauðugur sá kostur að leggja niður mikilvægan hluta af kjarnastarfsemi sinni til að forða því að kerfið í heild komist í þrot. „Óhætt er að draga þá ályktun að grunnstoðir í starfsemi safnaða þjóðkirkjunnar séu að hruni komnar“ eins og segir í skýrslu til ráðherra. Sóknargjaldið í dag er 701 kr. en tillaga starfshóps innanríkisráðherra er að hækka það á næsta ári upp í 852 kr. Það er forvitnisefni að vita hvað standi í fjárlagafrumvarpinu sem verður lagt fram á Alþingi á setningardegi þess 11. sept. nk.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.