Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 26

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 26
26 27 taki á sig meiri niðurskurð en aðrir og mér finnst það í meira lagi undarlegt ef þau mál verða ekki færð í eðlilegri farveg. Það kom okkur jafnmikið á óvart og innanríkisráðherra hve mikilli skerðingu sóknargjöldin hafa sætt umfram almennan niðurskurð. Við væntum þess að á þessum málum verði nú tekið í meðförum Alþingis. Ég er þess fullviss að hér á kirkjuþinginu verða þessi mál til umræðu og veit að kirkjuþingsfulltrúar hafa af þessu miklar áhyggjur. Jafnframt má búast við að hér verði samskipti þjóðkirkjunnar og ríkisvaldsins til umræðu eins og á fyrri þingum. Það er þörf að ræða þau samskipti. Ekki síst í ljósi þeirra niðurstöðu sem fékkst í atkvæðagreiðslunni í lok október þar sem meirihluti vildi að þjóðkirkjunnar væri getið í stjórnarskrá. Varla fólust þau skilaboð í þessari niðurstöðu að fara mætti að þjóðkirkjunni af sérstakri ósanngirni. Þeir fjármunir sem þjóðkirkjan fær frá ríkisvaldinu eru annars vegar sóknargjöld sem eru félagsgjöld sem ríkið innheimtir og standa undir því starfi sem sóknirnar í landinu halda uppi. Þau félagsgjöld hafa verið skorin niður og hlutfallslega talsvert umfram þann almenna niðurskurð sem gerður var á fjárframlögum til stofnana innanríkisráðuneytisins. Ég vil ítreka að þetta eru sögulega, og í huga þjóðkirkjufólks, félagsgjöld þótt einstaka stjórnmálamenn vilji skilgreina þetta framlag upp á nýtt sjálfum sér til þæginda. Hins vegar er gagngjald vegna kirkjujarða og eigna sem ríkissjóði voru endanlega færðar í hendur með kirkjujarðarsamkomulaginu 1997. Þar var kveðið á um yfirfærslu eignarréttarins til ríkisins og framtíðargagngjald úr ríkissjóði á móti. Eins og forseti kirkjuþings Pétur Hafstein sagði við setningu þingsins 2009: „Það hljóta allir sanngjarnir menn og réttsýnir að sjá að ríkið getur ekki vanefnt samninginn frá 1997 eða Alþingi breytt honum með lögum í berhögg við vilja þjóðkirkjunnar án þess að það skapi alvarlegan réttarágreining.“ Það ber sérstaklega að þakka innanríkisráðherra fyrir þá hreinskilni sem kom fram í ræðu hans við setningu kirkjuþings 2011, en hann sagði: „Frá því er skemmst að segja að við samanburð á skerðingu sóknargjaldanna og skerðingu á fjárveitingu til annarra ríkisaðila kom í ljós verulegur munur. Sóknargjöldin höfðu lækkað að raungildi, miklu meira en nam almennri skerðingu og samdrætti, nokkuð sem hafði meiri áhrif en ella vegna fækkunar sóknarbarna á sama tíma.“ Seinna í ræðunni sagði ráðherra: „Ég vil að það komi fram að sjálfum kom mér á óvart hve mikilli skerðingu sóknargjöldin hafa sætt umfram almennan niðurskurð og hlýtur það að krefjast sérstakrar skoðunar af hálfu okkar sem förum með fjárveitingarvaldið.“ Ég tel að það sé mikilvægt að fulltrúar ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar ræðist við í hreinskilni og af gagnkvæmri virðingu. Þjóðkirkjan biður aðeins um sanngirni og skilning og ber fulla virðingu fyrir því vandasama verkefni sem ráðamenn hafa staðið frammi fyrir undanfarin ár. Sá vandi sem hinar fjölmörgu sóknir standa frammi fyrir vegna þessa stórfellda niðurskurðar er líka mikill og afar mikilvægt að horft sé af sanngirni til þeirrar stöðu, og af virðingu á þá miklu og fjölbreytilegu þjónustu við fólk og samfélag sem á þeim vettvangi er sinnt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.