Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Blaðsíða 31

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Blaðsíða 31
31 Ávarp biskups Íslands, Agnesar M. Sigurðardóttur Innanríkisráðherra, forseti kirkjuþings, kirkjuþingsfulltrúar, vígslubiskupar, góðir gestir. Síðastliðið ár hefur verið ár mannaskipta í yfirstjórn kirkjunnar. Ég stend hér við setningu kirkjuþings í fyrsta skipti sem biskup Íslands ef frá er talið aukakirkjuþingið sem haldið var þann 1. september síðast liðinn. Einnig hefur tekið við nýr forseti kirkjuþings. Fyrir mína hönd og kirkjunnar í landinu þakka ég fráfarandi biskupi, herra Karli Sigurbjörnssyni fyrir biskupsþjónustuna sem og fyrrum víglsubiskupi á Hólum Jóni Aðalsteini Baldvinssyni, sem lét af embætti 1. september s.l. Einnig Pétri Kr. Hafstein sem var forseti kirkjuþings sem og Margréti Björnsdóttur er tók við af honum í byrjun þessa árs. Ég vænti góðs sam- starfs okkar biskupanna þriggja Kristjáns Vals Ingólfssonar og Solveigar Láru Guðmunds- dóttur og ykkar kirkjuþingsfulltrúanna. Þið eruð reynd sem og margt af því starfsfólki biskupsstofu sem undirbúið hefur þingið og vinnur hér á þinginu. Ég þakka þeim undir- búninginn svo og þeim er flutt hafa tal og tóna hér í dag. Þið kirkjuþingsfulltrúar hafið setið hér áður, sum fleiri kjörtímabil. Ég treysti því að ég deili með ykkur þeim skilningi mínum að við biskupar og kirkjuþingsfulltrúar séum að vinna sameiginlega að því að efla kirkjuna okkar, sem flytur þjóðinni erindi fagnaðar og kærleika. Eitt af hlutverkum biskups er að fylgja eftir reglum er kirkjuþing setur, sem og samþykktum þess og markaðri stefnu. Nauðsynlegt er að sátt og eining ríki sem og traust og heiðarleiki okkar í millum. Kirkjan okkar er ekki eyland í kirkjusamfélaginu. Hún hefur samstarf við aðrar lúterskar kirkjur erlendis sem og kirkjudeildir hér á landi. Það var ánægjulegt við biskupsvígsluna í sumar að aldrei hafa fleiri erlendir biskupar verið viðstaddir biskupsvígslu á Íslandi. Við eigum því vini í nágrannalöndum okkar og samstarf við aðrar kirkjur. Þar erum við ekki aðeins þiggjendur heldur höfum við einnig ýmislegt fram að færa. Má þar nefna að námskeiðið „Konur eru konum bestar“ hefur nú verið flutt út ef svo má segja öðrum konum til styrktar, en þetta sjálfstyrkingarnámskeið miðar að því að byggja upp sjálfsmynd kvenna og sjá sjálfar sig í ljósi Biblíunnar. Á erfiðum tímum kirkjunnar bar á því að sjálfsmynd hennar væri ekki sterk. Í mótlæti er auðvelt að efast um sjálf okkur og það sem við höfum fram að færa. Það á jaft við um einstaklinga sem og samfélagið allt þar á meðal kirkjuna. Um tíma var sem sjálfsmynd okkar væri brotin, fórum næstum með veggjum, eins og við værum með smitandi sjúkdóm. Létum telja okkur trú um að nærveru okkar væri ekki óskað. Samt vissum við innst inni að erindi okkar var brýnt, lífgefandi og bætandi. En nú er sem aðeins hafi rofað til í kirkjunnar sál og eru eflaust nokkrar ástæður fyrir því. Ein þeirra er að þjóðinni gafst kostur á því að tjá álit sitt á nokkrum atriðum í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd, þann 20. október s.l. Ein spurningin fjallaði um þjóðkirkjuna en þar var spurt: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?“ Niðurstaðan var að meira en helmingur þeirra sem kusu vildu áfram hafa ákvæði um þjóðkirkjuna í stjórnarskránni. Niðurstaðan kom einhverjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.