Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 32

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 32
32 33 á óvart, mörgum þó gleðilega á óvart, en hún er liður í því að efla og styrkja sjálfsmynd kirkjunnar. Í ljós kom að það góða starf sem unnið er í söfnuðum landsins er metið að verðleikum og þjóðin tók mark á ályktunum Kirkjuráðs, kirkjuþings, leikmannastefnu og fleiri aðila innan Þjóðkirkjunnar, sem hvöttu til þess að spurningunni væri svarað játandi. Þjóð og kirkja hafa átt farsæla samleið í gegnum aldirnar og sá kristni siður sem mótað hefur hugsunarhátt og mannlíf þjóðarinnar er sá trausti grunnur sem þjóðin kýs að standa á. Kirkjan hefur fengið byr í seglin og ljóst að meirihluti þjóðarinnar treystir henni til áframhaldandi góðra verka og forystu í þágu kristni hér á landi. En ábyrgð hennar er líka mikil. Það verðum við alltaf að hafa í huga, bæði hér á kirkjuþingi sem og í söfnuðunum og hjá yfirstjórninni. Þau sem kirkjunni þjóna, bæði leik og lærð, hafa tekið á sig byrgðar vegna niðurskurðarins sem orðið hefur. Sóknargjöldin hafa lækkað umtalsvert svo nú stefnir í neyðarástand í sumum sóknum. Fjárhagsstaðan er óviðunandi eins og fram kom í ályktun aukakirkju- þings þann 1. september síðast liðinn. Sóknirnar hafa tekið á sig skerðingu umfram stofnanir innanríkisráðuneytisins, sem nemur 25%. Þetta hefur leitt til fækkunar starfsfólks í sóknunum eins og kunnugt er og álagið á þau er eftir eru er því meira. Auk þess hefur Þjóðkirkjan tekið á sig skerðingu eins og aðrar stofnanir þjóðfélagsins eftir hrun fjármálakerfisins, en kirkjuþing hefur í þrígang samþykkt viðaukasamning við Samkomulag íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997. Bág fjárhagsstaða sem og ýmsir aðrir erfiðleikar er Kirkjan hefur gegnið í gegnum hefur þreytt kirkjunnar þjóna og að mínu mati gert okkur tilbúnari til að efast um hugmyndir og aðgerðir og aukið vantraust á þeim er eiga að fylgja þeim eftir og framkvæma. Það örlar á ótta við hið óþekkta og framtíðina en það er afleit tilfinning og gerir engum gott. Það er heldur ekki gott að gera öðrum upp hugsanir. Við verðum að treysta því að hugmyndasmiðum gangi gott eitt til en ekki illt. Við eigum að lifa í samræmi við boðskap Krists. Hann talar oft um óttaleysið. „Vertu ekki hrædd, litla hjörð“ „verið óhræddir“ „óttist ekki“. Hversu oft skyldi vera nefnt í Biblíunni að við eigum ekki að óttast. Við megum ekki ganga fram í ótta. Við megum ekki láta óttann ná tökum á okkur. Við verðum að treysta því að tillögur séu skoðaðar óttalaust svo besta mögulega niðurstaða fáist. Stundum þarf að afgreiða tillögur fljótt, stundum má leyfa þeim að gerjast. Í gær var haldið kirkjuþing unga fólksins hér í Grensáskirkju. Þar voru sex tillögur bornar fram. Ein þeirra fjallaði um einelti og Kirkjan hvött til að leggja sitt af mörkum til að vinna gegn einelti og uppræta það. Í fyrradag var minnt á að vinna gegn einelti. Hvatt var til þess að kirkjuklukkum væri hringt af þessu tilefni og var klukkum hringt víða um land. Einelti er alvarlegt vandamál sem víða hefur orðið vart við. Nú hefur ungt kirkjufólk vakið athygli okkar á þessu vandamáli og vil ég fylgja eftir samþykkt kirkjuþings unga fólksins um þetta mál, því líklegt er að engin stofnun þjóðfélagsins sé laus við það, ekki heldur Kirkjan. Kirkjan er eins og heimili, þar sem fjölskyldumeðlimir eru margir og á öllum aldri. Þar sem allir þurfa sitt rými og samheldni á að ríkja. Heimilisfólk er ekki alltaf sammála, en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.