Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Síða 39

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Síða 39
39 1. mál kirkjuþings 2012 Flutt af kirkjuráði Skýrsla kirkjuráðs Inngangur Kirkjuráð var kjörið til fjögurra ára á kirkjuþingi 2010, en kosið var til kirkjuþings á því ári. Í kirkjuráði sitja auk biskups Íslands, sem er forseti kirkjuráðs lögum samkvæmt, Ásbjörn Jónsson, sr. Gísli Gunnarsson, sr. Gunnlaugur Stefánsson, og Katrín Ásgrímsdóttir. Varamenn eru Birna G. Konráðsdóttir, sr. Sigurður Árni Þórðarson, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir og Svana Helen Björnsdóttir. Pétur Kr. Hafstein sagði þann 27. mars 2012 af sér sem forseti kirkjuþings af heilsufars- ástæðum og lét einnig af öðrum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna. Kirkjuráð þakkar Pétri fyrir mikil og farsæl störf sín að málefnum kirkjunnar. Margrét Björnsdóttir, fyrsti varaforseti kirkjuþings, tók sæti hans. Haldið var aukakirkjuþing laugardaginn 1. september 2012 og var þá kosinn nýr forseti þingsins og varaforsetar úr röðum leikmanna á kirkjuþingi. Magnús E. Kristjánsson var kosinn forseti kirkjuþings og gildir kosning hans út núverandi kjörtímabil kirkjuþings. Fyrsti varaforseti kirkjuþings var kjörinn Inga Rún Ólafsdóttir og annar varaforseti Stefán Magnússon. Kosning beggja varaforseta gildir til reglulegs kirkjuþings 2012. Kosningar til embættis biskups Íslands og embættis vígslubiskups Hólaumdæmis fóru fram á starfsárinu. Karl Sigurbjörnsson, biskup, baðst lausnar frá embætti biskups Íslands frá 30. júní 2012 að telja. Einnig baðst sr. Jón A. Baldvinsson, vígslubiskup Hólaumdæmis, lausnar frá embætti sínu frá og með 31. ágúst 2012 að telja. Kirkjuráð ályktaði eftirfarandi um framkvæmd biskupskosninga áður en þær fóru fram: • Þau sem gefa kost á sér til biskupsembættis og þau sem vinna að kjöri þeirra gæti þess að halda í heiðri siðareglur embættismanna og starfsfólks þjóðkirkjunnar og gæti þess að orð þeirra og athafnir séu þjóðkirkjunni til sóma og málstað hennar til framdráttar. • Til að auðvelda kynningu á frambjóðendum verði haldnir kynningarfundir í öllum lands hlutum. Framkvæmdastjóri kirkjuráðs skipuleggi þessa fundi í samráði við héraðsnefndir, sem allir frambjóðendur og kosningabærir prestar og leikmenn prófastsdæmisins eru boðaðir til. Kostnaður við fundina greiðist úr kirkjumálasjóði. Ekki er greiddur ferða kostnaður fundarmanna og frambjóðenda. • Kirkjuráð gangist fyrir og kosti útgáfu á sameiginlegu kynningarefni um frambjóðendur til biskupskjörs. Jafnframt verði kynningarefni um frambjóðendur gert aðgengilegt á sérstöku vefsvæði á vef kirkjunnar. Frambjóðendum og stuðningsmönnum þeirra sé gefinn kostur á að kynna málstað sinn í framangreindum miðlum. Fyllsta jafnræðis sé þar gætt um aðgengi. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir var kosin biskup Íslands og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup í Hólaumdæmi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.