Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Side 45

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Side 45
45 þörf þjóðkirkjunnar á rafrænni skráningu félagsmanna sinna, skráningu ýmissa prestsverka og annarrar starfsemi þjóðkirkjunnar. Starfshópurinn móti tillögur til kirkjuráðs um hvað skrá skuli og hvernig slík skráning verði framkvæmd á sem hagkvæmastan og öruggastan hátt. Starfshópurinn skili kirkjuráði tillögum sínum fyrir 1. ágúst 2012. Kirkjuráð leggi fyrir kirkjuþing 2012 álit ráðsins á því hvernig best sé staðið að skráningu félagsmanna í þjóðkirkjunni og annarra þátta samkvæmt ályktun þessari. Kirkjuráð ákvað að skipa starfshóp til að fjalla um málið. Í starfshópnum voru Ægir Örn Sveinsson, starfsmaður Þjóðskrár, Örvar Kárason, verkefnisstjóri upplýsingatæknimála á Biskupsstofu, sr. Gísli Jónasson, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og sr. Axel Árnason, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi. Hópurinn skilaði skýrslu til kirkjuráðs þar sem tillögur voru settar fram um málið. Kirkjuráð flytur mál á grundvelli skýrslunnar á kirkjuþingi 2012 eins og nánar er gerð grein fyrir síðar í skýrslu þessari. 8. mál. Þingsályktun um fimm alda minningu siðbótarinnar Kirkjuþing 2011 samþykkti ályktun svohljóðandi: Kirkjuþing 2011 ályktar að fela kirkjuráði að skipa fimm manna nefnd til að undirbúa fimm alda minningu siðbótarinnar árið 2017. Nefndin skal skipuð fimm fulltrúum, einum kjörnum af kirkjuþingi, einum af kirkjuráði, einum fulltrúa tilnefndum af guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, einum fulltrúa tilnefndum af innanríkisráðherra og einum fulltrúa tilnefndum af biskupi og skal hann vera formaður nefndarinnar. Kirkjuráð skipaði samkvæmt framanskráðu í nefnd til að undirbúa fimm alda minningu siðbótarinnar árið 2017 eftirtalda fulltrúa: Dr. Gunnar Jóhannes Gunnarsson, tilnefndur af biskupi Íslands og er hann formaður nefndarinnar, sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur, kjörin af kirkjuþingi, dr. Sigurjón Árna Eyjólfsson, kjörinn af kirkjuráði, dr. Arnfríði Guðmundsdóttur, tilnefnd af Guðfræði- og trúarbragðafræðideild og Ævar Kjartansson, tilnefndur af innanríkisráðherra. Að tillögu biskups mun Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, verkefnisstjóri á Biskupsstofu starfa með nefndinni og nefndin mun fá vinnuaðstöðu á Biskupsstofu. 9. mál. Þingsályktun um laun fyrir aukaverk presta Kirkjuþing 2011 samþykkti ályktun svohljóðandi: Kirkjuþing ályktar að fyrirkomulagi um greiðslur fyrir aukaverk skuli breytt. Þingið beinir til kirkjuráðs að stofna starfshóp sem geri tillögur og geri grein fyrir niðurstöðum á kirkjuþingi 2012. Kirkjuráð samþykkti að skipa í starfshóp um framangreint málefni þau Ingu Rún Ólafsdóttur, kirkjuþingsfulltrúa, sem fulltrúa kirkjuráðs, sr. Þorvald Karl Helgason, biskupsritara, sem fulltrúa biskups og sr. Magnús Magnússon, fulltrúa Prestafélags Íslands. Starfshópurinn hefur lokið störfum og er niðurstaða hópsins er sú að kirkjuþing, að núgildandi lögum, einkum með hliðsjón af lögum um embættiskostnað presta og aukaverk þeirra nr. 36/1931, komi ekki að ákvörðunum um laun presta eða ákvörðun um gjald fyrir aukaverk presta. Kirkjuráð er sammála niðurstöðu nefndarinnar og telur ekki efni til að bregðast frekar við tillögunni að svo stöddu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.