Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Side 51

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Side 51
51 og samvinnu um kennimannlegt nám. Nefndin hafi samvinnu við aðila samningsins, þ.e. guðfræði- og trúarbragðadeild og biskup Íslands. Auk þess hafi nefndin samvinnu við vígslubiskupa á Hólum og í Skálholti. Kirkjuráð skipaði í nefndina þau dr. Sigurð Árna Þórðarson, prest og kirkjuþingsfulltrúa, sr. Magnús Björn Björnsson, prest og kirkjuþingsfulltrúa og sr. Önnu Sigríði Pálsdóttur, prest. 28. mál kirkjuþings 2011. Starfsreglur um sóknarnefndir Kirkjuþing 2011 samþykkti starfsreglur um sóknarnefndir sem tóku gildi 1. janúar 2012. Meðal ýmissa nýmæla er var eftirfarandi reglu sem beinist að kirkjuráði í 3. mgr. 8. gr. að finna: Ef fjárhag sókna er stefnt í tvísýnu með miklum hallarekstri eða skuldasöfnun þannig að það hamli eðlilegu safnaðarstarfi, eða ef sókn verður óstarfhæf, er kirkjuráði heimilt að grípa inn í reksturinn, t.d. með skipun fjárhaldsmanns eða eftirlitsnefndar. Ekki hefur reynt á þessa heimild. 30. mál kirkjuþings 2011. Þingsályktun um að gerð verði úttekt á því hvaða kirkjur eigi að vera höfuðkirkjur Kirkjuþing 2011 samþykkti ályktun svohljóðandi: Kirkjuþing 2011 ályktar að kirkjuráð láti gera úttekt á því hvaða kirkjur landsins eigi að vera höfuðkirkjur og hvað það þýðir. Málinu var vísað til biskups Íslands og fylgir greinargerð hans um málið skýrslu þessari. 33. mál kirkjuþings 2011. Þingsályktun um skipulagningu íbúabyggðar í landi Háls í Fnjóskadal Kirkjuþing ályktar að beina því til kirkjuráðs að leita eftir samstarfi við sveitarstjórn Þingeyjarsveitar um að skipuleggja íbúabyggð í landi Háls í Fnjóskadal. Arði sem af slíku myndi hljótast yrði varið til uppbyggingar Kirkjumiðstöðvarinnar við Vestmannsvatn. Kirkjuráð samþykkti að fela framkvæmdastjóra og fasteignanefnd þjóðkirkjunnar að kanna fjárhagslega og skipulagsþætti verkefnisins. Málið er í vinnslu. Aukakirkjuþing 2012 Tvö aukakirkjuþing voru haldin á tímabilinu annað þann 4. febrúar 2012 og hitt þann 1. september 2012. Á aukakirkjuþinginu í febrúar var samþykkt að breyta starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa á þann veg að tekin yrði upp póstkosning að nýju í stað rafrænna kosninga. Jafnframt var samþykkt ályktun um að skipa fimm manna nefnd til að endurskoða starfsreglur um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa. Á aukakirkjuþinginu í september var fjallað um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór 20. október 2012 um nýja stjórnarskrá og eftirfarandi samþykkt: Ályktun í 1. máli þingsins er svohljóðandi: „Þjóðin mun ganga til atkvæðagreiðslu þann 20. okt. næstkomandi um eftirfarandi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.