Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 54

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 54
54 55 Ketilsbraut 20, Húsavík, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi Seldur var prestsbústaðurinn að Ketilsbraut 20, Húsavík til skipaðs sóknarprests með fyrirvara um samþykki kirkjuþings 2012. Prestsbakki Hrútafirði Seld var jörðin Prestsbakki II í Hrútafirði. Íbúðarhús jarðarinnar ásamt leigulóð úr landinu hafði áður verið selt Prestsbakkasókn. Holt undir Eyjafjöllum, Suðurprófastsdæmi Seld hefur verið 2500 fm. landspilda úr landi Holts til Rafmagnsveitna ríkisins. Jörðin Holt hefur verið auglýst til sölu á almennum markaði án árangurs. Hólakirkja í Eyjafirði Kirkjuráð fjallaði um erindi frá sóknarpresti Laugalandsprestakalls, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, dags. 1. desember 2011, þar sem kynnt eru þau áform eigenda jarðarinnar Hóla í Eyjafirði að bjóða Hólasókn Hólakirkju, sem er bændakirkja, til sölu eða leigu. Um afhendingu bændakirkna til safnaða gilda ákvæði laga um umsjón og fjárhald kirkna nr. 22/1907. Í 2. gr. laganna segir: „Þegar eigandi bændakirkju vill selja umsjón hennar og fjárráð söfnuðinum í hendur, þá getur því máli framgengt orðið, er það er samþykkt með meiri hluta greiddra atkvæða á lögmætum safnaðarfundi, og samþykki héraðsfundar og biskups kemur til. Í 3. gr. segir síðan: „Þegar kirkja er afhent söfnuði, skal prófastur með tveim óvilhöllum úttektarmönnum gjöra nákvæma úttekt á kirkjunni, eignum hennar, áhöldum og gripum. Skulu úttektarmenn meta sanngjarnt álag á kirkjuna og það, sem henni fylgir, ef þeim virðist þess þörf. Greiðir sá, er kirkju hefur haldið, álagið að þeim hluta, sem sjóður kirkjunnar eigi vinnst til, í hendur sóknarnefndinni, er tekur við kirkjunni og fé hennar fyrir hönd safnaðarins. Nú er kirkja í skuld við forráðamann sinn, og úttektarmenn gera álag á hana, og skal þá forráðamaður hennar eigi að síður greiða álagið, en úttektarmenn meta, að hve miklu leyti skuldina skuli endurgjalda af tekjum kirkjunnar eftirleiðis. Mat þetta liggur undir samþykki biskups. Hafi lán verið tekið af almannafé til að byggja kirkju, skal greiða á sama hátt það, sem ógreitt er af vöxtum og afborgun“. Kirkjuráð telur að eigi að selja umsjón og fjárráð Hólakirkju í hendur söfnuðinum verði um það að fara eftir ákvæðum framangreindra laga. Málið er í vinnslu. Fjármál Fjármálakreppa sem skall á í lok septembermánaðar 2008 hefur enn veruleg áhrif á störf kirkjuráðs og hefur verið unnið að því á undanförnum árum að draga úr útgjöldum og auka tekjur. Í fjárlögum árið 2011 var gerð 7,5% hagræðingarkrafa á Biskupsstofu og árið 2012 gerði ríkið 3% hagræðingarkröfu, en launa- og verðlagsbætur koma á móti bæði árin. Greiðslur í Kristnisjóð lækka á árinu 2011 sem nemur 7,2% og aftur árið 2012 sem nemur 3% en engar verðlagsbætur koma á móti. Greiðslur til Jöfnunarsjóðs sókna og kirkjumálasjóðs lækkuðu sem nemur 9% á árinu 2011. Eins voru sóknargjöld skert um 9% árið 2011. Árið 2012 hækkar sóknargjaldið úr 698 kr. fyrir hvern gjaldanda í þjóðkirkjunni í 701 kr. og greiðslur í Jöfnunarsjóð sókna og Kirkjumálasjóð í hátt við það eða innan við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.