Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 56

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 56
56 57 sem birtist fyrr í skýrslu þessari. Viðræður eru hafnar við stjórnvöld um að sóknargjöldin verði leiðrétt í samræmi við niðurstöður skýrslunnar og mikilvægt er að málinu verði fylgt fast eftir af hálfu kirkjustjórnar og sóknarnefnda. Kirkjuráð hefur undirbúið drög að bréfi fyrir kirkjuþingsfulltrúa og sóknarnefndarfólk til að senda alþingismönnum. Málið verður einnig rætt á væntanlegum fundi biskups með fjármála-, forsætis- og innanríkisráðherra. Upplýsingatækni Nýtt IP-símkerfi var tekið í notkun á Biskupsstofu eftir úttekt og skoðun á mögulegum kostum. Símtæki í eldra kerfi voru mörg tekin að bila og ekki var lengur hægt að fá rekstrar- eða viðgerðarþjónustu fyrir það kerfi. Nýju símtækin eru leigð og er rekstrarkostnaður nýja kerfisins ásamt leigu tækja lægri en rekstrarkostnaður eldra kerfisins. Fjöldi kirkna sem nýta sér stöðluðu veflausnina sem Biskupsstofa býður gegn vægri kostnaðarhlutdeild hefur aukist. Kostnaður sókna lækkar við vefhýsingu- og umsjón lækkar með því að nýta þennan kost. Í dag hýsir Biskupsstofa sextíu slíka vefi. Starfsskýrsla presta var lítillega endurskoðuð um síðustu áramót samkvæmt ábendingum frá prestum. Kallað hafði verið eftir ábendingum og athugasemdum frá þeim sem skiluðu reglulega. Prestar hafa þú aðgang að samantektum fyrir starfsskýrslur og messugjörðarskýrslur hvers árs inni á þjónustuvef kirkjunnar. Prófastar hafa að sama skapi aðgang að þessum samantektum fyrir þá presta sem heyra undir þá. Djáknar byrjuðu að skila mánaðarlegum starfsskýrslum í gegnum þjónustuvefinn um seinustu áramót. Unnið hefur verið að vali, kaupum og svo innleiðingu á nýju skjalavistunarkerfi fyrir Biskupsstofu. Eldra kerfi var úr sér gengið og ónýtanlegt af hluta starfsmanna. Innleiðingunni lýkur í nóvember og kerfið verður tekið í notkun fyrir næstu áramót. Vegna þrennra biskupskosning og stjórnarskrárkosningar bættist við vinna við sérstaka kynningavefi sem ekki hafði verið gert ráð fyrir. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrá Á kirkjuþingi 2011 var svofelld ályktun samþykkt: Kirkjuþing 2011 skorar á Alþingi að hafa ákvæði um íslenska þjóðkirkju í því frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár sem þingið afgreiðir með formlegum hætti eða leggur undir ráðgefandi þjóðaratkvæði. Að öðrum kosti verði þess gætt að ákvörðun um afnám þjóðkirkju úr stjórnarskrá verði tekin á þann veg sem núgildandi stjórnarskrá býður svo að þjóðin sjálf fái notið þess réttar að greiða sérstaklega atkvæði um slíka ákvörðun. Forseti kirkjuþings sendi Alþingi bréf, dags. 26. nóvember 2011, þar sem komið er á framfæri framangreindri ályktun kirkjuþings. Kirkjuráð sendi síðan bréf forseta kirkjuþings til allra alþingismanna og stjórnlagaráðsmanna. Kirkjuráð fjallaði um þingsályktunartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á 140. löggjafarþingi um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd. Í tillögunni var m.a. lagt til að spurningar yrðu bornar upp um nokkur efnisleg atriði í hugsanlegri nýrri stjórnarskrá. Ein
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.