Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 57

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 57
57 þeirra var sú hvort kjósandi vilji að í nýrri stjórnarskrá Íslands verði ákvæði um þjóðkirkju Íslendinga óbreytt frá því sem nú er. Kirkjuráð óskaði þá eftir því að biskup hlutaðist til um að undirbúin yrði kynning fyrir sóknarnefndum og þjóðkirkjumönnum um stöðu þjóðkirkjunnar í núgildandi stjórnarskrá og löggjöf og að tillögur yrðu lagðar fyrir næsta kirkjuráðsfund. Í því sambandi skýrði biskup frá því að haldinn hefði verið samráðsfundur um kynningu á stöðu þjóðkirkjunnar og að í undirbúningi væri vefur þar sem settar yrðu fram upplýsingar um ríki og kirkju svo og svör við nokkrum grundvallarspurningum. Á fundi þann 20. júní 2012 samþykkti kirkjuráð svofellda ályktun: „Kirkjuráð minnir á að hin evangelísk lúterska þjóðkirkja er einn mikilvægasti grunn- þáttur samfélagsins, opin, lýðræðisleg almannahreyfing sem heldur uppi þjónustu og mannræktarstarfi um landið allt, opinber og lögbundin stofnun sem myndar ramma um trúarhefð meirihluta þjóðarinnar, einstaklinga, fjölskyldna og heimila, og heldur utan um mikilvæga arfleifð og minningu og menningu samfélagsins. Í samfélagi þar sem æ fleiri trúarhreyfingar, trúarhættir og trúarhugmyndir hasla sér völl og kalla til áhrifa felst menningarlegur og samfélagslegur styrkur í því að hafa opna og rúmgóða þjóðkirkju sem stendur vörð um grundvallargildi á traustum stoðum sögu og menningar. Í vaxandi fjölmenningu hefur þjóðkirkjan stuðlað að virðingu og skilningi milli trúarbragða og menningarheima. Þjóðkirkjan er auk þess einn mikilvægasti menningarmiðill í landinu og gegnir lykilhlutverki gagnvart þeim veiku í samfélaginu og sem samstarfsaðili við þau sem vinna að réttlæti og friði í heiminum. Mikilvægt er að pólitísk og samfélagsleg sátt sé um þjóðkirkjuna sem og aðrar grund- vallar stofnanir menningar og samfélags. Kirkjuráð hvetur til þess að við væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá verði þess minnst, og að ný stjórnarskrá lýðveldisins Íslands geymi ákvæði um hina evangelísk lútersku þjóðkirkju eins og verið hefur. Jafnframt því verði staða og réttindi annarra trú– og lífsskoðunarfélaga tryggð með hliðstæðum hætti og gert var í stjórnarskrá Noregs en þar segir: „Allir þegnar ríkisins skulu njóta frelsis til trúariðkunar. Norska kirkjan, evangelísk-lútersk kirkja er þjóðkirkja og skal sem slík njóta stuðnings ríkisins. Nánar skal það ákvarðað með lögum. Öll trú- og lífsskoðunarfélög skulu njóta stuðnings með ámóta hætti.“ Í 19. gr. tillagna stjórnlagaráðs, að nýrri stjórnarskrá, sem afhentar voru forseta Alþingis 29. júlí 2011 segir: „Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins. Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar“. Á fundi kirkjuráðs þann 13. ágúst 2012, þar sem m.a. var rætt um undirbúning aukakirkjuþings þann 1. september 2012, var samþykkt að flytja tillögu til þingsályktunar um að áfram yrði ákvæði um þjóðkirkjuna í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Aukakirkjuþing sem haldið var þann 1. september 2012 samþykkti svofellda ályktun:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.