Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Side 59

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Side 59
59 forgangsraða og tímasetja aðgerðir til að framfylgja stefnunni. Liður í slíkri stefnumótun sé að meta hvort kirkjan á að sinna öllum þeim verkefnum sem nú er sinnt á Biskupsstofu. Kirkjuráð taldi eðlilegt að nýkjörinn biskup leiddi framangreinda stefnumótun og er sú vinna hafin. 3. Skipta ætti upp núverandi verkefnum Biskupsstofu Skipta ætti upp verkefnum sem nú eru unnin á Biskupsstofu í trúarleg verkefni og veraldleg verkefni. Verkefnin ættu að falla undir tvær stjórnunarlega aðskildar skipulagseiningar sem hvor hefði sinn yfirmann. Móta þyrfti skipurit og skriflegar starfsreglur fyrir báðar einingarnar. Kirkjuráð telur eðlilegt að þessi tilmæli verði athuguð nánar um leið og unnið er að heildarstefnumótun um málefni Biskupsstofu, sbr. hér að ofan. Eins og áður hefur komið fram hefur verið unnið að gerð nýs skipurits fyrir Biskupsstofu. 4. Auka þarf gagnsæi í fjármálum þjóðkirkjunnar Ríkisendurskoðun bendir á að fjármál þjóðkirkjunnar verði að vera gagnsærri en nú er. a) Þannig sé t.d. æskilegt að helstu sjóðir kirkjunnar, þ.e. Kirkjumálasjóður, Kristnisjóður, Jöfnunarsjóður sókna og Hinn almenni kirkjusjóður verði sameinaðir í einn Kirkjusjóð. (Sjá umfjöllun um málið fyrr í skýrslunni). b) Að auki þarf að vinna skýrar verklagsreglur um styrkveitingar á vegum kirkjunnar, þar sem m.a. komi fram með hvaða hætti umsóknir eru metnar og hvernig eftirfylgni með nýtingu fjárins sé háttað. Kirkjuráð samþykkti að óska eftir að fjármálastjóri og framkvæmdastjóri vinni að tillögum að verklagsreglum samkvæmt framanskráðu. Málið er í vinnslu. 5. Sameina verður sóknir Sóknir á Íslandi eru margar og algengt að þær séu fámennar. a) Ríkisendurskoðun telur að stefna eigi að sameiningu fámennra og illa starfhæfra sókna í stað þess að leggja einungis áherslu á að efla samvinnu milli þeirra. Stofnunin telur því að nauðsynlegt sé að sett verði skilyrði um lágmarksfjölda sóknarbarna í hverri sókn. b) Færa ber frumkvæði að sameiningu sókna frá biskupafundi til kirkjuþings. Kirkjuráð leggur áherslu á að frumkvæði komi frá heimamönnum og nú sem endranær verði haft fullt samráð við heimamenn um þessi mál. Kirkjuráð samþykkti að óska eftir að biskupafundur ræði málið og kanni hvort rétt geti verið að biðja prófasta að fjalla um endurskoðun sóknarskipunar á héraðsfundum eða öðrum vettvangi. Þá gaf kirkjuráð út bækling um sameiningu sókna eins og fyrr er getið. 6. Umsýsla og eignarhald prestssetra verði hjá sóknum Ríkisendurskoðun telur að eignarhald og viðhald prestssetra eigi að vera hjá sóknum, að undanskildum prestssetursjörðum. Sóknirnar eru grunneiningar kirkjunnar og það er þeirra að ákvarða um heimilisfesti sóknarpresta í samráði við þá og hvernig að þeim skuli búið. Þessari breytingu þyrfti að fylgja fjármagn til sóknanna frá Kirkjumálasjóði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.