Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Síða 74
74 75
kemur í ljós að þar hafa fjárveitingar hækkað að meðaltali um rúmlega 5%. Skýringin er
að stofnanir innanríkisráðuneytisins hafa notið launa- og verðlagsbóta – en sóknargjöldin
ekki. Ef sóknargjöldin hefðu verið skert í sama mæli og framlög til stofnana ríkisins ættu
sóknargjöldin að vera 919 kr. árið 2012.
06-736 Jöfnunarsjóður sókna
Greiðslur til Jöfnunarsjóðs sókna miðast við 18,5% tekjur sem reiknast ofan á sóknargjöld.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2013 hækkar framlag í Jöfnunarsjóð sókna um 3,8% frá
fjárlögum ársins 2012 um 11,3 m.kr. Ef fjárlagafrumvarp 2013 er borið saman við óskertan
grunn sóknargjalda árið 2012 er um 33,4% niðurskurð að ræða eða um 155,5 m.kr.(sbr.
töflu 2).
Fyrri umræða um úthlutun Jöfnunarsjóðs sókna til sókna fór fram á fundi kirkjuráðs í október
2012, en héraðsnefndum gefst kostur á að skoða úthlutanir og gera breytingatillögur. Gert
er ráð fyrir að Jöfnunarsjóður sókna greiði Biskupsstofu 33 m.kr. vegna hagræðingarkröfu
ríkisins. Í fjárhagsáætlun 2013 er gert ráð fyrir að 15% af ráðstöfunartekjum Jöfnunarsjóðs
renni inn í Kirkjumálasjóð eins og undanfarin ár vegna styrkja til kirkjulegrar starfsemi.
Við úthlutun nú úr Jöfnunarsjóði sókna eru nýframkvæmdir að jafnaði ekki styrktar og
mælst til að fresta þeim sem hafnar eru ef kostur er.
Fjárhagsáætlanir næstu ár
Kirkjuþing hefur óskað eftir að sett verði fram þriggja ára áætlun. Ekki er unnt að verða
við því að svo stöddu þar sem óvissa ríkir um greiðslur næstu árin og ekki hægt að ganga
út frá gefnum forsendum.
Rekstraráætlun
í milljónum króna
Fjárhags-
áætlun
2013
Fjárhags-
áætlun
2012
Raun-
tölur
2011
Fjárhags-
áætlun
2011
Mism.
%
Mism.
kr.
Tekjur
Greiðsla úr ríkissj. skv. lögum nr. 91/1987 310,8 299,5 297,0 302,0 -2% 5,0
Vaxtatekjur - fjármagnstekjuskattur 5,0 3,0 9,6 5,0 92% -4,6
Tekjur 315,8 302,5 306,6 307,0 0% 0,4
Gjöld
Greiðsla til Kirkjumálasjóðs 54,9 52,4 59,1 59,1 0% 0,0
Kostn.hlutd. í rekstri Bisk. 5% af framlagi 15,5 15,0 15,1 15,1 0% 0,0
Framlag til Bisk. vegna verk. Jöfnsj. 7,0 3,0 6,3 6,3 0% 0,0
Framlag til Kmsj. vegna skulda Skálholts 14,0 14,0 9,0 9,0 0% 0,0
Framlög til sókna 190,0 200,8 190,6 211,5 -10% 20,9
Til Bisk. v. hagræðingarkröfu ríkisins 33,0 15,0 40,0 39,5 1% -0,5
Gjöld 314,4 300,2 320,1 340,5 -6% 20,4
Tekjuafgangur/ - tekjuhalli 1,4 2,4 -13,5 -33,5