Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Blaðsíða 85

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Blaðsíða 85
85 Jafnréttisnefnd þjóðkirkjunnar Skýrsla til kirkjuþings Í jafnréttisnefnd íslensku þjóðkirkjunnar eru aðalmenn þessir: Sr. Solveig Lára Guð munds- dóttir vígslubiskup, formaður, sr. Sigurður Ægisson, ritari, og sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, Ólafur Ólafsson héraðsdómari og sr. Sunna Dóra Möller. Og varamenn eru í stafrófsröð þessir: Agnar Gunnarson, sr. Guðmundur Guðmundsson, Pétur Björgvin Þorsteinsson, Seselía María Gunnarsdóttir og Sólrún Dögg Árnadóttir Alls hefur nefndin komið fimm sinnum saman, og ávallt í Glerárkirkju á Akureyri. Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn 7. desember 2011, sá næsti 9. janúar 2012, sá þriðji 20. mars 2012, sá fjórði 18. september 2012 og sá fimmti 6. nóvember 2012. Á fyrsta fundi nefndarinnar var einkum rætt um Jafnréttisstefnuna og framkvæmdaáætlun hennar og hvaða verkefni væru brýnust í ljósi þess að starf nefndarinnar hafði þá legið niðri í heilt ár vegna veikinda fyrrverandi formanns. Lagt var til að nefndin minnti Skálholtsútgáfuna og fræðslusvið Biskupsstofu á að fylgja Jafnréttisstefnunni og gefa út 2-4 samverur fyrir barna- og æskulýðsstarf um kynjasamþættingu. Og auk þess að athuga hvort fræðslusviðið gæti útbúið námskeið um kynjasamþættingu fyrir sóknir sem aðgengilegt væri á Netinu. Var nefndarfólk sammála því, að brýnustu verkefnin væru þau að safna upplýsingum um laun starfsfólks kirkjunnar, annars vegar á prófastsdæmisvísu hvað varðar starfsfólk safnaða og hins vegar á landsvísu hvað varðar presta og starfsfólk Biskupsstofu og stofnana kirkjunnar, sbr. kafla 3 í framkvæmdaáætlun. Einnig að brýnt væri að taka saman tölulegar upplýsingar um starfsfólk kirkjunnar, greina þær út frá kyni og gera skýrslu um stöðuna, sem og að taka saman upplýsingar um kynjahlutföll í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum kirkjunnar. Varðandi þetta var lagt til að fá fulltrúa frá Jafnréttisstofu til fundar við nefndina á næsta fundi, í janúarbyrjun 2012, til ráðgjafar um framkvæmdina, og mætti Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur til þess fundar. Kvaðst hann þá vera búinn að skoða jafnréttisstefnu kirkjunnar, sagði hana lofa góðu og í raun væri það plagg með því betra sem hann hefði séð af því taginu. Fannst honum ekkert því til fyrirstöðu að ráðast í verkefnið. Var því næst skipulega flett í gegnum jafnréttisstefnuna og rætt nánar um einstaka liði hennar og möguleika á útfærslum. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir lagði þarna fram áhugaverða samantekt um kynjaskiptingu ákveðins hluta starfsfólks þjóðkirkjunnar í Hóla- og Skálholtsstifti (biskupa, prófasta, sóknarpresta, presta, djákna, formanna sóknarnefnda, héraðsnefnda, kirkjuþings og kirkjuráðs). Var í kjölfarið ákveðið að taka næsta skref og afla frekari gagna. Var ritara falið að gera uppkast að bréfi sem sent yrði til prófasta, þar sem þess yrði farið á leit að þeir kölluðu eftir upplýsingum frá sóknarnefndum um launuð og ólaunuð störf í söfnuðunum, starfslýsingum og kynjaskiptingu. Sunna Dóra bauðst til að athuga hvernig þessu væri háttað hjá æskulýðsfulltrúum kirkjunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.