Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 91
91
6. mál kirkjuþings 2012
Flutt af biskupi Íslands
Samþykkt þannig að lokinni umfjöllun í löggjafarnefnd:
Þingsályktun um framtíðarskipan sókna,
prestakalla og prófastsdæma á suðvesturhorninu
Kirkjuþing 2012 samþykkir að vísa til kirkjuráðs tillögum nefndar um framtíðarskipan
sókna, prestakalla og prófastsdæma á suðvesturhorninu til gaumgæfilegrar athugunar.
NEFND UM FRAMTÍÐARSKIPAN SÓKNA,
PRESTAKALLA OG PRÓFASTSDÆMA Á SUÐVESTURHORNINU
Nefndarálit
Inngangur
Nefndin var skipuð með bréfi biskupsritara, sr. Þorvalds Karls Helgasonar, dags. 19.
desember 2011, skv. ákvörðun biskupafundar 29. september 2011. Var henni hleypt af
stokkunum af biskupi Íslands á fyrsta fundi nefndarinnar 6. janúar 2012.
Nefndina skipa: Sr. Gísli Jónasson prófastur og Kristín Líndal formaður sóknarnefndar
Kársnessóknar, tilnefnd af Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Sr. Sigurður Jónsson
sóknarprestur og Hjördís Þorgeirsdóttir, sóknarnefnd Hallgrímskirkju, tilnefnd
af Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir héraðsprestur
og Sigurjón Pétursson formaður sóknarnefndar Hafnarfjarðarsóknar, tilnefnd af
Kjalarnessprófastsdæmi. Formaður nefndarinnar er sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson
vígslubiskup á Hólum, tilnefndur af biskupafundi.
Nefndin hefur haldið tíu fundi og aflað ýmissa gagna, þar á meðal tölulegra upplýsinga
sem fram koma í nefndarálitinu. Einnig lagði Jóhann E. Björnsson nefndinni lið.
Markmiðssetning
Á fyrsta fundi nefndarinnar lagði formaður fram tillögu að eftirtöldum markmiðum sem
nefndin skyldi hafa að leiðarljósi í störfum sínum:
1. FJÁRHAGSLEGUR ÁVINNINGUR.
2. BETRI NÝTING STARFSKRAFTA.
3. BÆTT ÞJÓNUSTA.
4. AUKIN STARFSÁNÆGJA.