Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Side 92

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Side 92
92 93 Verksvið nefndarinnar Verksvið nefndarinnar var að skoða framtíðarskipan sókna, prestakalla og prófastsdæma á svæði Reykjavíkurprófastsdæma vestra og eystra og Kjalarnessprófastsdæmis. Nefndin taldi það ekki hlutverk sitt að endurskoða sóknarmörk einstakra sókna. Tillögur nefndarinnar a. Sóknir Nefndin leggur ekki til breytingar á skipan sókna á svæðinu, með undantekningum þó. Aftur á móti leggur hún til að samstarf sókna verði stóreflt. Nefndin minnir á eftirfarandi: Kirkjusóknin er grunneining þjónustu kirkjunnar. Í hverri sókn er veitt þjónusta í helgihaldi, kærleiksþjónustu og trúfræðslu. Sú þjónusta stendur öllum til boða, sbr. Samþykktir um innri málefni þjóðkirkjunnar. Í þjónustu kirkjunnar er lögð áhersla á nærsamfélagið, - virka þátttöku í safnaðarstarfi og sjálfboðaliðastarfi. Sérstaklega er mikilvægt að skipuleggja þjónustu við börn og aldraða þannig að hún sé sem aðgengilegust. Störf sjálfboðaliða á borð við messuþjóna, kóra og aðstoð við fræðslu er best að efla í nærsamfélaginu þar sem fólk tengist kirkju sinni oft sterkum böndum. Þegar starfseining er lítil, nálægð mikil og persónuleg tengsl til staðar er auðveldara að virkja fólk til þátttöku. Það eykur líkur á að fólk sé tilbúið til að gefa af tíma sínum og kröftum í þágu safnaðarstarfs sem er ein af forsendum bættrar þjónustu. Nefndin telur að markmið safnaðarstarfsins sé að kalla sem flesta til þátttöku og ábyrgðar og að ofangreind atriði mæli gegn sameiningu þeirra sókna sem telja má sjálfbærar. Nefndin álítur að sameining sókna á svæðinu sé almennt ekki fýsileg við núverandi aðstæður. Til viðbótar framangreindum ástæðum vekur nefndin athygli á afar mismunandi fjárhagsstöðu sóknanna. Vandséð er að sæmilega stæðar sóknir séu reiðubúnar að sameinast skuldsettum sóknum. Samtals nema skuldir allra 36 sóknanna í prófastdæmunum þremur, sem um ræðir, rétt yfir þremur milljörðum króna. Fáeinar sóknir eru skuldlausar. Í þremur skuldugustu sóknunum nema skuldirnar um 297, 480 og 623 milljónum, sem er nærri helmingur heildarskulda sókna á svæðinu. Sumar sóknir eru varla sjálfbærar lengur þar sem sóknargjöld standa ekki undir hefðbundnum rekstri og aðrar eru mjög skuldsettar vegna byggingaframkvæmda. Nefndin telur brýnt að leitað verði heildarlausna varðandi fjárhag sókna enda er slíkt forsenda frekari breytinga á skipan sókna. Slíkar tillögur eru þó ekki á verksviði nefndarinnar. Undantekningar frá ofangreindri niðurstöðu þ.e. að sóknir haldist óbreyttar, er annars vegar staða Kirkjuvogssóknar í Kjalarnessprófastsdæmi, sem nefndin leggur til að verði sameinuð annarri sókn, og hins vegar Fella- og Hólabrekkusóknir í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra sem nefndin leggur til að verði sameinaðar. Enda þótt ekki séu lagðar til frekari sameiningar sókna, er niðurstaða nefndarinnar sú, að augljós ávinningur felist í aukinni samvinnu sókna. Má í því sambandi nefna samnýtingu starfsfólks t.d. organista og æskulýðsfulltrúa. Þá gætu svokölluð sóknasamlög verið hjálpleg til að standa straum af kostnaði við samnýtta þjónustu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.