Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 94

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 94
94 95 og verðmætu húsnæði. Sum framangreindra starfa eru unnin af verktökum, svo sem viðhald fasteigna, lóðahirðing og bókhald. Í minni sóknum eru þessi störf einnig unnin af sóknarnefndarfólki. Samstarfsnefndir sókna skapa möguleika til að ná fram hagræðingu í rekstri með því að steypa saman umsjón og framkvæmd ofangreindra kostnaðar- og verkþátta. 2. Betri nýting starfskrafta Að mati nefndarinnar stuðla stærri prestaköll að betri nýtingu kirkjunnar þjóna, bæði presta og annarra leiðtoga safnaðarins. Síðustu áratugi hafa söfnuðir þjóðkirkjunnar búið við öruggt fjárhagsumhverfi sem gert hefur þeim kleift að gera áætlanir um framkvæmdir og rekstur, þar með talið starfsmannahald. Þessar aðstæður eru óðum að breytast og starfsfólki safnaðanna á suðvesturhorninu hefur fækkað jafnt og þétt síðustu misseri og hefur stöðugildum fækkað um þriðjung frá árinu 2003. Margt bendir til þess að þessar breytingar á fjárhag kirkjunnar séu til frambúðar. Þegar að þrengir, þarf að finna nýjar leiðir til að boða fagnaðarerindið og láta kirkjulífið blómstra. Stærri prestaköll gefa söfnuðunum færi á að skipuleggja sig með markvissari hætti, samnýta verkstjórn, eftirfylgni og starfsþjálfun. Sérhæfing starfsfólks nýtur sín betur og auðveldara er að ná fram hagræðingu í starfsmannahaldi í stærri prestaköllum. Verksvið framkvæmdastjóra sókna getur, eins og áður segir, náð yfir sóknir prestakallsins. Tónlistarstarf má skipuleggja þannig að kantórar og organistar þjóni fleiri en einni kirkju, og þar fram eftir götunum. Umsjón og þjálfun sjálfboðaliða, t.a.m. messuþjóna svo og fræðslu- og hópastarf, getur verið sameiginlegt verkefni. Skipulag samstarfssvæða og áherslur í kirkjustarfi liggja nú þegar fyrir á svæðinu. Með því að gera samstarfssvæði að prestaköllum, verður mun auðveldara að hrinda í framkvæmd markmiðum sem búa að baki samstarfssvæðum. Í stækkuðum prestaköllum vinna prestar saman í teymi undir verkstjórn eins úr þeirra hópi. Forsenda slíks fyrirkomulags er að breyting verði gerð á starfsreglum um presta eins og fyrr er getið. Betri nýting starfskrafta þýðir þó ekki fækkun presta sem þjóna kirkjunni á þessu svæði. Stærri starfseiningar bjóða hins vegar upp á skýrari verkaskiptingu, minnka líkur á einangrun í starfi og draga úr hættu á árekstrum og streitu, sem talinn er óhjákvæmilegur fylgifiskur ein- og tvímenningsprestakalla (sjá doktorsritgerð Ásdísar Emilsdóttur Petersen 2012 ,,Á grænum grundum...“– Rannsókn á leiðtogaeinkennum íslenskra presta og grósku í safnaðarstarfi). 3. Bætt þjónusta Meðal þeirra markmiða sem nefndin hafði fyrir augum í verki sínu var að bæta þjónustu kirkjunnar á svæðinu í sem flestum greinum. Í sameinuðum prestaköllum mun reynast auðveldara að skipuleggja helgihald í kirkjum þeirra m.a. á þann veg að fleiri sóknarbörn finni sér messutíma við sitt hæfi, þar sem messur í prestakallinu yrðu ekki ævinlega allar á sama tíma, eins og áður segir. Með tillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir því að sérhæfing starfsmanna innan hvers prestakalls um sig nýtist sem best. Þannig mætti mynda teymi, skipuð presti, djákna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.