Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Síða 28
lands“ við lag Lúthers „Vor Guð er borg á bjargi traust.“ Sálmur Matthíasar
er fjögur vers og hafa tvö þeirra, fyrsta og þriðja vers, verið í íslenskum
sálmabókum frá 1945 (nr. 521 í núgildandi Sálmabók). Sálmur Lúthers
og persóna er Matthíasi greinilega ofarlega í huga við samningu þessa
sálms enda bar hann virðingu fyrir Lúther og hafði ort kvæði um hann á
námsárum sínum26 og á skrifstofu hans héngu myndir af Lúther og Jóni
Sigurðssyni hlið við hlið.27 Matthías líkir Jóni óhikað við Lúther og sér Jón
Sigurðsson sem þá hetju sem Guð hefði kallað til að vekja og hefja þjóð
sína til vitundar um rétt sinn og frelsi:
Beyg kné þín, fólk vors fóðurlands,
þinn jjötur Drottinn leysti.
Krjúp fram í dag á fótskör hans
sem fallið kyn vort reisti.
Þá háskinn stóð sem hast
var hjálp og miskunn næst,
oss þjáðu þúsund bönd
en þá kom Drottins hönd
og lét oss lífi halda.
Ó, herra Guð! hve lágt, hve lágt
var lands vors ástand fallið!
Þá kvað við rödd svo hvellt og hátt,
vér heyrðum guðdóms-kallið.
Með fagurt frelsismál,
með fjör og eld í sál,
að hefja hverja stétt
og heimta landsins rétt,
þú gafst oss talsmann trúan.
Ó, Guð, þín miskunn meiri er
en megi sál vor skilja.
Hvert Ijós, sem kemur, lýsir, fer,
oss les þau orð þíns vilja:
26 Matthías Jochumsson 1936, s. 157-158.
27 Sjá Þórunn E. Valdimarsdóttir 2006, s. 534.
26