Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Síða 68

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Síða 68
þeir menn fái um kirkjunnar mál að fjalla, er mestan áhuga hafa á þeim. Og vér höfum heldur ekki sannfærst um, að fríkirkjufyrirkomulag hafi þá kosti fram yfir þjóðkirkju, að það sé eftirsóknarvert fyrir oss. Og þótt það fyrirkontulag hafi gefist allvel t.d. í Ameríku, þar sem kirkjan hefir frá því fyrsta starfað án sambands við ríkið, þá er það ekki víst, að það gæfist vel hér á landi, þar sem þjóðkirkjufyrirkomulagið er jafngamalt kristninni og stað- hættir og allar kringumstæður svo gagnólíkar, enda virðast þær tilraunir í fríkirkjuátt, sem gerðar hafa verið í sveitum hér á landi, ekki hafa gefist vel. Það er og jafnan varhugavert að breyta því fyrirkomulagi, sem orðið er jafn samgróið þjóð og þjóðlífi, eins og þjóðkirkjan er hér á landi.59 [Leturbr. HH] Nefndin notaði þjóðkirkjuhugtakið greinilega í hlutlausri og lýsandi, nánar til tekið demografískri merkingu um meirihlutakirkjuna í landinu á hverjum tíma óháð kirkjudeild eða stjórnarháttum. Jafnframt leit hún svo á að eðlilegt væri að hin demografíska staða endurspeglaðist í ákveðinni sérstöðu meirihlutakirkjunnar að lögum.60 Sjálfstæði hennar var sýnilega einn mikil- vægasti þátturinn í skilningi nefndarinnar á æskilegum tengslum kirkju og ríkis. Þrátt fyrir að nefndin legðist eindregið gegn aðskilnaði mælti hún því ekki með algerlega óbreyttu ástandi í því efni. Sú merking sem nefndin gaf þjóðkirkjuhugtakinu olli því þó að hún beitti ekki þeirri röksemdafærslu sem komið hafði sterkt fram í tengslum við störf Kirkjumálanefndarinnar og tillögu meirihluta hennar um kirkjuþing og gekk út á að sjálfstæði væri þjóðkirkju eðlislægt og nauðsynlegt til að hún næði „ákvörðun sinni'1.61 A prestastefnunni 1909 var því ekki gengið út frá neinni markaðri þjóðkirkju- guðfræði. Alyktun þess efnis að meirihlutakirkjan á Islandi yrði í framtíðinni „frjáls þjóðkirkja í sambandi við ríkið“ og að prestastefnan væri algjörlega mótfallin aðskilnaði ríkis og kirkju var samþykkt með 25 atkvæðum.62 Mikill meiri- hluti prestanna var því á móti aðskilnaði. Að sögn Isafoldar átti það þó ekki 59 ÞÍ. Bps. 1994-BA/l. Prestastefnan á Þingvelli 1909: 166. 60 Sem dæmi um hliðstæða notkun þjóðkirkjuhugtaksins sjá Karl Sigurbjörnsson 1999. Einar Arnórsson benti á að þjóðkirkjuhugtakið hafi ekki verið viðhaft um kaþólsku kirkjuna á miðöldum eða lúthersku kirkjuna fyrr en á 19. öld enda hafi ekki verið þörf á því þar sem ekki þurfti að aðgreina meirihlutakirkjuna frá öðrum trúfélögum. Þá telur hann ekki útilokað að „þjóðkirkjan yrði fámennasta trúarfélagið hér á landi“. Það sem gerði þjóðkirkjun að þjóðkirkju var að hans mati hin sérstöku stjórnarfarslegu tengsl sem hún hefur við ríkisvaldið á grundvelli stjórnarskrárákvæðisins um stuðning og vernd henni til handa. Einar Arnórsson 1912: 31-33. 61 Hjalti Hugason 2010: 87-93. 62 I Isafoldsegir að liðurinn hafi verið samþykktur með 25 atkv. gegn tveimur. Fundargjörð og Nýtt kirkjublað geta ekki mótatkvæðanna. ÞÍ. Bps. 1994-BA/l. Prestastefnan á Þingvelli 1909: 166. Prestastefnan 1909: 147. 66
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.