Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Síða 68
þeir menn fái um kirkjunnar mál að fjalla, er mestan áhuga hafa á þeim.
Og vér höfum heldur ekki sannfærst um, að fríkirkjufyrirkomulag hafi þá
kosti fram yfir þjóðkirkju, að það sé eftirsóknarvert fyrir oss. Og þótt það
fyrirkontulag hafi gefist allvel t.d. í Ameríku, þar sem kirkjan hefir frá því
fyrsta starfað án sambands við ríkið, þá er það ekki víst, að það gæfist vel
hér á landi, þar sem þjóðkirkjufyrirkomulagið er jafngamalt kristninni og stað-
hættir og allar kringumstæður svo gagnólíkar, enda virðast þær tilraunir í
fríkirkjuátt, sem gerðar hafa verið í sveitum hér á landi, ekki hafa gefist vel.
Það er og jafnan varhugavert að breyta því fyrirkomulagi, sem orðið er jafn
samgróið þjóð og þjóðlífi, eins og þjóðkirkjan er hér á landi.59 [Leturbr. HH]
Nefndin notaði þjóðkirkjuhugtakið greinilega í hlutlausri og lýsandi,
nánar til tekið demografískri merkingu um meirihlutakirkjuna í landinu á
hverjum tíma óháð kirkjudeild eða stjórnarháttum. Jafnframt leit hún svo á
að eðlilegt væri að hin demografíska staða endurspeglaðist í ákveðinni sérstöðu
meirihlutakirkjunnar að lögum.60 Sjálfstæði hennar var sýnilega einn mikil-
vægasti þátturinn í skilningi nefndarinnar á æskilegum tengslum kirkju og
ríkis. Þrátt fyrir að nefndin legðist eindregið gegn aðskilnaði mælti hún því
ekki með algerlega óbreyttu ástandi í því efni. Sú merking sem nefndin gaf
þjóðkirkjuhugtakinu olli því þó að hún beitti ekki þeirri röksemdafærslu
sem komið hafði sterkt fram í tengslum við störf Kirkjumálanefndarinnar
og tillögu meirihluta hennar um kirkjuþing og gekk út á að sjálfstæði væri
þjóðkirkju eðlislægt og nauðsynlegt til að hún næði „ákvörðun sinni'1.61 A
prestastefnunni 1909 var því ekki gengið út frá neinni markaðri þjóðkirkju-
guðfræði.
Alyktun þess efnis að meirihlutakirkjan á Islandi yrði í framtíðinni „frjáls
þjóðkirkja í sambandi við ríkið“ og að prestastefnan væri algjörlega mótfallin
aðskilnaði ríkis og kirkju var samþykkt með 25 atkvæðum.62 Mikill meiri-
hluti prestanna var því á móti aðskilnaði. Að sögn Isafoldar átti það þó ekki
59 ÞÍ. Bps. 1994-BA/l. Prestastefnan á Þingvelli 1909: 166.
60 Sem dæmi um hliðstæða notkun þjóðkirkjuhugtaksins sjá Karl Sigurbjörnsson 1999. Einar
Arnórsson benti á að þjóðkirkjuhugtakið hafi ekki verið viðhaft um kaþólsku kirkjuna á
miðöldum eða lúthersku kirkjuna fyrr en á 19. öld enda hafi ekki verið þörf á því þar sem ekki
þurfti að aðgreina meirihlutakirkjuna frá öðrum trúfélögum. Þá telur hann ekki útilokað að
„þjóðkirkjan yrði fámennasta trúarfélagið hér á landi“. Það sem gerði þjóðkirkjun að þjóðkirkju
var að hans mati hin sérstöku stjórnarfarslegu tengsl sem hún hefur við ríkisvaldið á grundvelli
stjórnarskrárákvæðisins um stuðning og vernd henni til handa. Einar Arnórsson 1912: 31-33.
61 Hjalti Hugason 2010: 87-93.
62 I Isafoldsegir að liðurinn hafi verið samþykktur með 25 atkv. gegn tveimur. Fundargjörð og Nýtt
kirkjublað geta ekki mótatkvæðanna. ÞÍ. Bps. 1994-BA/l. Prestastefnan á Þingvelli 1909: 166.
Prestastefnan 1909: 147.
66