Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Side 104

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Side 104
eitt mikilvægasta framlag íslams á 20. öld (kannski í sömu deild og „vilayet-e faqiti' hjá Khomeini). Hjá Qutb er jahilliyah ekki tímabil heldur ástand. Þetta ástand, en andheiti þess er íslam, er spilling, efnishyggja og nautnahyggja. Nú er það svo komið hjá múslimum að þeir búa allir í jahilliyah ástandi vegna þess að vestræn menning og áhrif tröllríða öllu. I jahilliyah tilbiðja einstaklingar aðra einstaklinga, en ekki Guð, vegna þess að þeir fylgja ekki lengur lögum Guðs (sjaría) heldur mannanna lögum. Þessa vegna er jahilliyah samfélög ekki Guði þóknanleg. St)óvnmí\a.me.nn jahilliyah hafa tekið fullveldi þjóðar- innar í eigin hendur, en fullveldið á að liggja hjá Guði. Þeir stjórnmálamenn sem líta á sig sem fulltrúa þjóðarinnar og sækja umboð sitt frá fólkinu eru trúleysingjar, þar sem þeir halda uppi jahilliyah, vantrú, og þar sem þeir ætlast til að þjóðin fylgi sér. Þar af leiðandi eru þeir að gera tilkall til að fólk sýni þeim undirgefni (þ.e. islam). En eins og Qutb bendir á er íslam eingyðistrú og er því einungis hægt að auðsýna Guði undirgefni (íslam). Skaparinn hefur gefið okkur hluta af sjálfum sér, þ.e. Orð sitt (Kóraninn), okkur til leiðbeiningar. Að mati Qutbs er Kóraninn frumheimildin (al-nab al-awwat) um hvernig eigi að skipuleggja bæði hagnýt og andleg málefni þjóðarinnar.17 Grundvallaratriði trúarinnar hafa ekki breyst né hafa þau þróast í gegnum tímans rás. Þau eru þvert á móti „stöðug“ (thabit) óháð stað og stund. I íslam birtist alheimssannleikur sem ákvarðar mannlegt eðli og tilveruna alla.18 Þar af leiðandi er sá einstaklingur, sem hefur rétta trú, hinn „fullkomni maður“ (insan kamil), þar sem hugsanir hans og gjörðir eru í skugga Guðs. Qutb leggur ríka áherslu á það að það eigi ekki að einskorða trúna við helgihald og trúarlegar „tilfinningar“ sem hann kallar „amerískan íslam“. Þvert á móti takmarki ekki sá mátt trúarinnar sem „skilur hvað trúin sé“. Trúin nær yfir öll við svið þessa heims og alveg sérstaklega stjórnmál og stjórnskipun samfélagsins. Og þar á skuggi Guðs að veita okkur skjól í gegnum Kóraninn. Qutb spyr því lesandann: „Hver veit meira, þú eða Guð?“19 Qutb gerir ráð fyrir því að við sem einstaklingar getum fyllilega skilið Guð og hvað Guð ætlist til. Hins vegar er Qutb lítið fyrir heimspekilegar vangaveltur eða deilur innan trúarinnar og hvernig hægt sé að greina rétt frá röngu og vera viss um hvað sé raunverulegur vilji Guðs. Hann vildi ekki 17 Qutb, Ma 'alim fi al-tariq (al-qahira: Dar al-shuruq, 1992 (15. útg)), bls. 17. 18 Ma 'alim fi al-tariq, bls. 108-12. 19 Ma 'alim fi al-tariq, bls. 104. 102
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.