Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 90
peace through victory) setur Páll fram þá hugmynd að friður verði aðeins
grundvallaður á réttlæti (e. peace through justice) eins og fræðimennirnir
John Dominic Crossan og Jonathan L. Reed gera að forsendu í bók sinni
um Pál postula.37
Andspænis þessu stærra rými hafa sérfræðingar leitast við að staðsetja
Pál með einum eða öðrum hætti. Rými rómverska heimsveldisins byggir
á fornum viðhorfum sem á síðlýðveldistímanum var farið að hrófla við og
leiddi meðal annars til aukinna kvenréttinda.38 Uppgangur heimsveldisins
og keisaranna átti þó fljótlega eftir að snúa þeirri jafnréttisþróun við og
fornir mælikvarðar úr grískri og hellenískri menningu voru að nýju gerðir
leiðandi fyrir framtíðina en þar var konum til að mynda ætlað að halda sig
innan einkarýmis húshaldsins á meðan karlmenn einir máttu taka þátt í
atburðum á hinum opinbera vettvangi stjórnmála og stjórnsýslu.
Á þessum opinbera vettvangi hefir sérfræðinga greint á um hvernig
og hvar staðsetja skuli Pál postula. Er hann fulltrúi hefðarinnar í þessu
samhengi eða skorar hann hefðina á hólm og þá hvernig? Línur í þessum
efnum verða ekki endilega dregnar með neinum afgerandi hætti og oft
virðist Páll skora á hefðbundin sjónarmið án þess að það blasi við. Það
auðveldar ekki að skoða Pál í þessu samhengi þegar tekið er tillit till þess
að sífellt er tekist á um uppruna postulans og eins hvort persóna hans sé í
raun einhvers konar bókmenntafræðileg sköpun sem aldrei hafi átt sér stoð
í veruleikanum.39
Páll þykir til að mynda endurspegla hefðbundin viðhorf til kynjanna.
Menningarumhverfið sem hann býr í og ferðast um og margt sem hann
heldur fram í bréfum sínum þykir endurspegla þessi viðhorf. En hann skorar
líka forsendur þessa á hólm eins og þegar hann vill skipta forsendum friðar
út með réttlæti í stað hernaðar.40 Rómverskt samfélag einkenndist meðal
annars af gagnkvæmum skuldbindingum velgjörðarmanna og skjólstæðinga
þeirra.41 Velgjörðarmenn og konur studdu við margs konar verkefni og
þjónustu en slíkt fyrirkomulag er reyndar þekkt allt til dagsins í dag og Páll
nýtur þess bæði persónulega og í þágu hinna kristnu hópa sem hann er að
37 Crossan og Reed, In Search ofPaul, s. 74.
38 Sjá t.d. Karen Jo Torjesen, When Women Were Priests: Women's Leadership in the Early Church and
the Scandal ofTheir Subordination in the Rise of Christianity 1993, s. 129-207.
39 Sjá Richard I. Pervo, The Making ofPaid: Constructions of the Apostle in Early Christianity 2010.
40 Sbr. Crossan og Reed, In Search of Paul, s. hvarvetna.
41 Sjá t.d. Vernon K. Robbins, The Tapestry ofEarly Christian Discourse: Rhetoric, Society andIdeology
1996, s. 161-165; sjá frekar Richard P. Saller, Personal Patronage under the Early Empire 1982.
88