Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 90

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 90
peace through victory) setur Páll fram þá hugmynd að friður verði aðeins grundvallaður á réttlæti (e. peace through justice) eins og fræðimennirnir John Dominic Crossan og Jonathan L. Reed gera að forsendu í bók sinni um Pál postula.37 Andspænis þessu stærra rými hafa sérfræðingar leitast við að staðsetja Pál með einum eða öðrum hætti. Rými rómverska heimsveldisins byggir á fornum viðhorfum sem á síðlýðveldistímanum var farið að hrófla við og leiddi meðal annars til aukinna kvenréttinda.38 Uppgangur heimsveldisins og keisaranna átti þó fljótlega eftir að snúa þeirri jafnréttisþróun við og fornir mælikvarðar úr grískri og hellenískri menningu voru að nýju gerðir leiðandi fyrir framtíðina en þar var konum til að mynda ætlað að halda sig innan einkarýmis húshaldsins á meðan karlmenn einir máttu taka þátt í atburðum á hinum opinbera vettvangi stjórnmála og stjórnsýslu. Á þessum opinbera vettvangi hefir sérfræðinga greint á um hvernig og hvar staðsetja skuli Pál postula. Er hann fulltrúi hefðarinnar í þessu samhengi eða skorar hann hefðina á hólm og þá hvernig? Línur í þessum efnum verða ekki endilega dregnar með neinum afgerandi hætti og oft virðist Páll skora á hefðbundin sjónarmið án þess að það blasi við. Það auðveldar ekki að skoða Pál í þessu samhengi þegar tekið er tillit till þess að sífellt er tekist á um uppruna postulans og eins hvort persóna hans sé í raun einhvers konar bókmenntafræðileg sköpun sem aldrei hafi átt sér stoð í veruleikanum.39 Páll þykir til að mynda endurspegla hefðbundin viðhorf til kynjanna. Menningarumhverfið sem hann býr í og ferðast um og margt sem hann heldur fram í bréfum sínum þykir endurspegla þessi viðhorf. En hann skorar líka forsendur þessa á hólm eins og þegar hann vill skipta forsendum friðar út með réttlæti í stað hernaðar.40 Rómverskt samfélag einkenndist meðal annars af gagnkvæmum skuldbindingum velgjörðarmanna og skjólstæðinga þeirra.41 Velgjörðarmenn og konur studdu við margs konar verkefni og þjónustu en slíkt fyrirkomulag er reyndar þekkt allt til dagsins í dag og Páll nýtur þess bæði persónulega og í þágu hinna kristnu hópa sem hann er að 37 Crossan og Reed, In Search ofPaul, s. 74. 38 Sjá t.d. Karen Jo Torjesen, When Women Were Priests: Women's Leadership in the Early Church and the Scandal ofTheir Subordination in the Rise of Christianity 1993, s. 129-207. 39 Sjá Richard I. Pervo, The Making ofPaid: Constructions of the Apostle in Early Christianity 2010. 40 Sbr. Crossan og Reed, In Search of Paul, s. hvarvetna. 41 Sjá t.d. Vernon K. Robbins, The Tapestry ofEarly Christian Discourse: Rhetoric, Society andIdeology 1996, s. 161-165; sjá frekar Richard P. Saller, Personal Patronage under the Early Empire 1982. 88
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.