Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Side 82

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Side 82
höfuðborgar rómverska keisaradæmisins, Rómar, þar sem Páll postuli virðist dveljast til æviloka (P 28.11-31) enda þótt ekki sé beinlínis sagt frá hinstu örlögum hans þar. Eitt bréfa Páls er tileinkað Rómverjum (Rómverjabréfið). Eitt bréf er tileinkað borginni Filippí í Makedóníu (Filippíbréfið). Tvö bréf eru tileinkuð borginni Korintu (Fyrsta og Annað Korintubréf) og tvö önnur tileinkuð borginni Þessaloníku—báðar í Grikklandi. Eitt bréf er tileinkað Galatíu (Galatabréfið) og tvö borgum í Anatólíu (Vestur Tyrklandi): Efesus og Kolosseu (sbr. Efesusbréf og Kólossubréf en ekki er víst að þessi tvö bréf verði eignuð Páli postula3). Samkvæmt Postulasögunni (P 19) dvaldist Páll í Efesus sennilega nærri miðbiki sjötta áratugarins (52-54) og þaðan er hann talinn hafa skrifað hluta af Fyrra Korintubréfi.4 Hlutverk Efesus í starfi Páls postula endurspeglast einnig Tímóteusarbréfunum (1 Tím 1.3 og 2 Tím 4.12). Borgin Efesus kemur loks fyrir í Opinberunarbókinni og er þar fyrst upp talin af sjö borgum (eða söfnuðum í þeim) sem Jóhannesi er gert að senda opinberun sína. Hinar borgirnar eru: Smýrna, Pergamos, Þýatíra, Sardes, Fíladelfía og Laódíkea (sbr. Opb 1.11).5 Frá þorpsmyndun til borgar Forverar Neanderdalsmannsins (lat. homo sapiens neanderthalensis) og nútímafólks (hvort heldur þeir voru sameiginlegir þessum hópum eða ekki, e./lat. archaic homo sapiens) eru jafnan taldir hafa leitað sér náttúrulegs skjóls eins og í dalverpum og hellum eða trjám og runnum. Elstu hugsanlegar menjar um mannabústaði eru frá því snemma á tíma Neanderdalsmannsins (250.000-28.000 f. Kr.) í Terra Amata í Frakklandi frá því um 235.000 f. Kr. eða um eitt hundrað þúsund árum áður en nútímamaðurinn (lat. homo sapiens sapiens) kom fram á sjónarsviðið. Þessar menjar hafa jafnan verið umdeildar á meðal fornleifafræðinga og mannfræðinga af ýmsum sökum.6 Fyrst löngu síðar finnast leifar af elstu varðveittum mannabústöðum í þyrpingu eða þorpum. Þorpið Ohalo (II) við suðvesturströnd Galíleuvatns er elsta dæmið um þyrpingu mannabústaða sem fundist hefir hingað til. Ohalo er talið reist meir en 20.000 árum f. Kr. en frá lokum ísaldar (síðasta ísöld er talin hefjast um 1.000.000 f. Kr.) í kringum 10.000 f. Kr. eru varð- 3 Sbr. t.d. Mack, Who Wrote the New Testament, s. 183- 188. 4 Sjá t.d. Jerome Murphy-O'Connor, Paul: A Critical Life 1996, s. 158-182. 5 Sjá frekar Colin J. Hemer, The Letters to the Seven Churches of Asia in Their Local Setting 2001. 6 Sjá t.d. John Haywood, Historical Atlas ofthe Ancient World: 4.000.000-500 BC 2000, opna 1.01. 80
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.