Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Síða 118
Sólveig Anna Bóasdóttir, Háskóla Islands: Ritdómur
Pétur Pétursson:
Trúmaður á tímamótum.
Ævisaga Haralds Níelssonar.
2011. Hið íslenska bókmenntafélag. 372 s.
Þótt liðin séu liðlega 80 ár frá andláti Haralds Níelssonar (1868-1928),
guðfræðiprófessors og rektors Háskóla Islands, munu þeir þó efalaust
fjölmargir hér á landi sem enn kannast við nafn hans. Astæðan er trúlega
fyrst og fremst áhrifamikil og umdeild tengsl hans við sögu og þróun sálar-
rannsókna og spíritisma og síðast en ekki síst, frjálslynda guðfræðistefnu
kringum aldamótin 1900. Fram undir aldamótin 1900 ríkti sterk aðgreining
embættismanna, bænda og vinnufólks hér á landi sem fátt virtist geta
hnikað. Hið samfélagslega taumhald sem hélt íslensku samfélagi í nær
algerri kyrrstöðu kynslóð fram af kynslóð byggði annars vegar á boðum og
bönnum hins forna bændasamfélags, en hins vegar á trúarlegum boðum
hinnar evangelísku lúthersku kirkju. Aldamótakynslóðin leitaðist við að
hrista af sér hlekki þessa taumhalds og þar varð Haraldur nokkurs konar
holdgervingur nýs og bjartsýns anda.
í nýrri bók Péturs Péturssonar guðfræðiprófessors, Trúmaður á tíma-
mótum. Ævisaga Haralds Níelssonar, er gerð ítarleg grein fyrir lífshlaupi
þessa merka manns og hann sagður einn sérstæðasti leiðtogi kynslóðarinnar
sem kennd er við aldamótin 1900. í bókinni er leitað skilnings á því hvað
hafi mótað Harald sem leiðtoga, hvers vegna hann hafi gerst spíritisti og
hvaða hlutverki spíritisminn gegndi í lífi hans og starfi. Leiðin sem farin
er að þessu marki er ekki sú að draga upp helgimynd af Haraldi heldur er
leitast við að seilast á bak við hina alkunnu og upphöfnu mynd sem margir
þekkja og draga þess í stað upp raunsanna og blæbrigðaríka mynd. Forsenda
þess að það sé hægt er aðgangur höfundar að einkaskjalasafni Haralds,
bréfum, dagbókum, handritum og myndum sem áður hafa ekki komið fyrir
almenningssjónir (s. 7-8).
116