Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 106

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 106
sem boðar samfélag þar sem allir búa í sátt og samlyndi. En leið íslamista og Qutbs krefst fórnar og fórnarlömbin í flestum tilfellum eru aðrir múslimar. I öllum sínum skrifum leggur Qutb áherslu á að múslimar séu fórnarlömb ekki síst heimsvaldastefnunnar. Vesturlönd beiti lúmskum og djöfullegum aðferðum til að ná taki á múslimum svo að þeir gleymi í raun hver sé tilgangur lífsins. Qutb sér samsæri alls staðar sem kannski er að einhverju leyti skiljanlegt þar sem Egyptar höfðu lítið sem ekkert vald til að taka veigamiklar ákvarðanir um velferð eigin þjóðar. Þeir sem andmæla honum, segir hann, eru einungis blindir af samsærinu — svo gegnsýrðir af jahilliyah að þeir ná ekki lengur að greina rétt frá röngu. Þetta á sérstaklega við um aðra múslima en Qutb telur að slíkar gagnrýnisraddir séu einungis strengja- brúður vesturins. Frjálslyndir múslimskir guðfræðingar hafa hins vegar verið ötullir við að gagnrýna heimsmynd Qutbs. Þetta eru guðfræðingar á borð við Tariq Ramadan, Khaled Abou El Fadl, Amina Wadud, Farid Esack og Omid Safi.21 Hin áhrifamikla gervihnattarsjónvarpsstöð al-Jazeera hefur einnig verið iðin við að fjalla um frjálslyndari túlkun á trúnni og sýnt fram á hvernig múslimar geti lifað í sátt og samlyndi við nútímann án þess endilega að hafna trúnni. Við hér á íslandi erum kannski ekki svo meðvituð um þessa umræðu meðal múslima. En þessar frjálslyndu raddir eru háværar og umtalsverðar en ekki fréttnæmar eins og raddir og aðgerðir íslamistanna. Uppgangur íslamista hefur í raun ekki verið mikill undanfarin ár. Nýleg skjöl, sem Bandaríkin fengu úr húsi Bin Laden þegar þeir réðu hann af dögum, sýna að á síðustu mánuðum sínum var hann mjög óhress með hversu lítið fylgi al-qaeda hafði meðal múslima. Hann var t.d. að hugsa um að breyta um nafn á samtökunum í þeirri von að ný markaðssetning gæti glætt fylgi hreyfmgarinnar. Samtökin hafa þannig verið algjörlega á hliðarlínunni í atburðunum nú í vor í t.d. Túnis og Egyptalandi. Reyndar er hugsanlegt að þeir eigi innkomu í t.d. Egyptalandi og ekki ólíklegt að Bræðralag Múslima fái þar um 20-25% fylgi í frjálsum kosningum. En það er alls ekki meirihluti fyrir þessum viðhorfum íslamistanna. 21 Velflest skrif þessara aðila eru til á ensku eða öðrum vestrænum tungumálum og eru margir þeirra búsettir á Vesturlöndum og starfa við háskólastofnanir í Vestur-Evrópu eða Norður-Ameríku. Sjá t.d. Omid Safi (ritstj.) Progressive Muslims (Oxford: Oneworld, 2003), Seyyed Hossein Nasr, Islam in tbe Modern World (New York: Harper, 2010) og Tariq Ramadan Western Muslims and the Future oflslam (Oxford: Oxford University Press, 2004). 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.