Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 89
Páll í Efesus
Þetta er umgjörð hins opinbera rýmis sem Páll postuli stígur inn í um miðja
fyrstu öld þessa tímatals. Sem einstaklingur á hann einnig sitt einkarými.
Kominn til Efesus mæta honum ýmsar áskoranir: hann þarf að takast á við
þá sem hann telur vera þar í nokkurn veginn sömu erindagerðum og hann
sjálfur en hefir þó ýmislegt að athuga við frá sínum eigin bæjardyrum.
Kristnir forverar hans í borginni eru ekki að vinna að fagnaðarerindinu
í samræmi við hugmyndir hans og þar hefjast átök hans við kristna hópa
eða aðra sem um leið eru hluti af hinu stærra og opinbera rými. Hann
mætir fylgjendum Apollosar frá Alexandríu í Egyptalandi en hann er
Kristsdýrkandi sem þó þekkir ekki krossdauða Jesú, þau örlög sem Páll
boðar, heldur aðeins þá skírn sem Jesús var sagður hafa gengist undir fyrir
tilsdlli Jóhannesar skírara (sbr. P 18.24-28).34 Stærri hópur kristinna forvera
Páls í Efesus samanstóð af lærisveinum Jóhannesar skírara (sbr. P 19.1-7)
en einnig þeir þekktu ekki til písla, dauða og upprisu Krists eins og Páll
boðaði.35 Einnig lendir Páll í útistöðum við Gyðinga í Efesus sem hlaut að
enda með vaxandi aðskilnaði frá samkunduhúsinu.36 Þessir hópar standa
Páli á einhvern hátt nokkuð nálægt eins og gefur að skilja en hann hlaut
einnig að rekast á við hópa utan síns uppruna og starfa og í Postulasögunni
(19.1-20.1) er einmitt greint frá því hvernig hann kemst upp á kant við
silfursmiði sem framleiða minjagripi fyrir dýrkendur og pílagríma Artemis
gyðjunnar. I Fyrra Korintubréfi (15.32; 16.9) ýjar Páll að frekari agnúum
við íbúa Efesusborgar. Enda þótt ekki komi fram hverja hann á þar við
mætti ímynda sér að átökin beindust áfram að Artemisardýrkendum fremur
en til að mynda samfélagi Gyðinga í borginni.
Smátt og smátt verður Páll að horfast í augu við hið stærra opinbera
rými. Það hefir tekið og heldur áfram að taka breytingum á miklum
umbrotatímum samfara stofnun rómverska heimsveldisins. Um leið er
það innsiglað með ásetningi um frið (lat. pax romana) sem oft er kenndur
við Agústus keisara en þessi friðarsáttmáli er talinn hafa haldið til dauða
Markúsar Árelíusar (121-180 e. Kr.; keisari frá 161). Þennan frið skyldi
tryggja með hernaðarmætti og sigrum yfir óvinum rómverska ríkisins.
Andspænis þeirri kröfu að unnt sé að tryggja frið með hernaðarmætti (e.
34 Murhpy-O'Connor, St. Paul's Ephesus, s. 202; Patrick J. Hartin hefir skrifað um Apollos, Apollos:
Paul's Partner or Rival? 2009.
35 Murhpy-O'Connor, sama rit, s. 205-207.
36 Murhpy-O'Connor, sama rit, s. 207-209.
87